Davíð líklega útskrifaður á morgun 8. ágúst 2004 00:01 Búist er við að forsætisráðherra verði útskrifaður af sjúkrahúsi á morgun. Hann þarf ekki að undirgangast geisla- eða lyfjameðferð vegna þeirra illkynja æxla sem fjarlægð voru. Líklegast er talið að hann taki sæti í ríkisstjórn á ný. Davíð Oddson forsætisráðherra var lagður inn á sjúkrahús seinnipartinn í júlí vegna gallblöðrubólgu. Við rannsókn kom í ljós illkynja æxli í hægra nýra og var nýrað fjarlægt. Síðar kom í ljós að í skjaldkirtli var illkynja mein og var kirtillinn einnig fjarlægður ásamt nærliggjandi eitlum. Engin tengsl voru á milli þessarra tveggja meina og þau voru bæði staðbundin. Forsætisráðherra þarf því ekki að gangast undir lyfja- eða geislameðferð. Batahorfur hans er sagðar mjög góðar. Um 5000 manns í landinu eru með vanvirkan eða óvirkan skjaldkirtil. Arna Guðmundsdóttir er sérfræðingur í efnaskiptasjúkdómum. Hún segir ekki mögulegt að lifa án skjaldkirtils og því verði að gefa skaldkirtilshormón sem kirtillinn framleiðir undir venjulegum kringumstæðum. Ef líkaminn býr til of lítið af hormóninu eða ef skaldkirtillinn hefur verið fjarlægður, hægist á efnaskiptunum, en skaldkirtilshormón stjórnar hraða efnaskipta. Gefið er thyroxin sem er tilbúið hormón. Skammturinn er stilltur af með mælingum. Hún segir það ekki há fólki í daglegu lífi ef það tekur lyfin inn reglulega. Davíð Oddsson fær að öllum líkindum að fara heim af sjúkrahúsi á morgun en verður frá vinnu enn um sinn. Ef fram fer sem horfir mun hann að öllum líkindum taka sæti í ríkisstjórn á ný. Náinn samstarfsmaður segir að hafi Davíð á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér að hætta afskiptum af stjórnmálum hafi veikindin fremur orðið til þess að hann haldi áfram og hætti svo á eigin forsendum og velji sér sjálfur tímann til þess. Ekki er komið á hreint hvaða ráðuneyti Davíð myndi taka að sér. En mörgum finnst liggja beint við að þeir Halldór Ásgrímsson muni einfaldlega hafa stólaskipti og Davíð verði utanríkisráðherra. Hann hefur enn ekki tilkynnt samstarfsfólki sína hvað hann hyggst gera. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Búist er við að forsætisráðherra verði útskrifaður af sjúkrahúsi á morgun. Hann þarf ekki að undirgangast geisla- eða lyfjameðferð vegna þeirra illkynja æxla sem fjarlægð voru. Líklegast er talið að hann taki sæti í ríkisstjórn á ný. Davíð Oddson forsætisráðherra var lagður inn á sjúkrahús seinnipartinn í júlí vegna gallblöðrubólgu. Við rannsókn kom í ljós illkynja æxli í hægra nýra og var nýrað fjarlægt. Síðar kom í ljós að í skjaldkirtli var illkynja mein og var kirtillinn einnig fjarlægður ásamt nærliggjandi eitlum. Engin tengsl voru á milli þessarra tveggja meina og þau voru bæði staðbundin. Forsætisráðherra þarf því ekki að gangast undir lyfja- eða geislameðferð. Batahorfur hans er sagðar mjög góðar. Um 5000 manns í landinu eru með vanvirkan eða óvirkan skjaldkirtil. Arna Guðmundsdóttir er sérfræðingur í efnaskiptasjúkdómum. Hún segir ekki mögulegt að lifa án skjaldkirtils og því verði að gefa skaldkirtilshormón sem kirtillinn framleiðir undir venjulegum kringumstæðum. Ef líkaminn býr til of lítið af hormóninu eða ef skaldkirtillinn hefur verið fjarlægður, hægist á efnaskiptunum, en skaldkirtilshormón stjórnar hraða efnaskipta. Gefið er thyroxin sem er tilbúið hormón. Skammturinn er stilltur af með mælingum. Hún segir það ekki há fólki í daglegu lífi ef það tekur lyfin inn reglulega. Davíð Oddsson fær að öllum líkindum að fara heim af sjúkrahúsi á morgun en verður frá vinnu enn um sinn. Ef fram fer sem horfir mun hann að öllum líkindum taka sæti í ríkisstjórn á ný. Náinn samstarfsmaður segir að hafi Davíð á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér að hætta afskiptum af stjórnmálum hafi veikindin fremur orðið til þess að hann haldi áfram og hætti svo á eigin forsendum og velji sér sjálfur tímann til þess. Ekki er komið á hreint hvaða ráðuneyti Davíð myndi taka að sér. En mörgum finnst liggja beint við að þeir Halldór Ásgrímsson muni einfaldlega hafa stólaskipti og Davíð verði utanríkisráðherra. Hann hefur enn ekki tilkynnt samstarfsfólki sína hvað hann hyggst gera.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira