Halldór vill afturkalla frumvarpið 18. júlí 2004 00:01 Framsóknarmenn eru enn á þeirri skoðun að eina lausnin á fjölmiðlamálinu sé að draga lögin til baka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Halldór Ásgrímsson þegar rætt við Davíð Oddsson um að Framsóknarflokkurinn muni ekki sætta sig við neina aðra lausn í málinu. Forystumenn flokkanna skýrðu frá því fyrir helgi að lausn fyndist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir að allsherjarnefnd skilaði niðurstöðum sínum. Nefndin mun hittast í dag, en að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd, er ekki búist við því að nefndin muni skila áliti sínu í dag. Hún sagði að nefndarmenn hefðu rætt saman í síma yfir helgina en vildi ekki tjá sig frekar um það hvort rætt hefði verið að draga frumvarpið til baka. Upphaflega átti nefndin að hittast klukkan 10 en í gærkvöld var fundinum frestað til klukkan 17. Bæði Davíð og Halldór eyddu helginni úti á landi, Davíð í veiði og Halldór með fjölskyldu sinni. Búist er við því að Davíð og Halldór fundi í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um það innan Sjálfstæðisflokksins að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka. Margar leiðir hefðu verið ræddar og væri þetta ein þeirra. "Miðað við þau rök sem forsetinn lagði fram við synjun laganna þá er búið að breyta þeirri stjórnskipun sem við höfum haft í 60 ár og það er ekki hægt að stjórna landinu með þeim leikreglum sem hann leggur upp með," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var spurður um hvaða lausn sjálfstæðismenn sæju á þeirri stöðu sem upp er komin í fjölmiðlamálinu. "Það hljóta allir ábyrgir þingmenn að vera að reyna að finna leið út úr þeim ógöngum sem Ólafur Ragnar Grímsson kom þjóðinni í með því að neita að undirrita þetta dægurmál." Þeir framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðust sannfærðir um það að Halldór myndi halda áfram að vinna í því að fá Sjálfstæðisflokkinn á sitt band. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Framsóknarmenn eru enn á þeirri skoðun að eina lausnin á fjölmiðlamálinu sé að draga lögin til baka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Halldór Ásgrímsson þegar rætt við Davíð Oddsson um að Framsóknarflokkurinn muni ekki sætta sig við neina aðra lausn í málinu. Forystumenn flokkanna skýrðu frá því fyrir helgi að lausn fyndist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir að allsherjarnefnd skilaði niðurstöðum sínum. Nefndin mun hittast í dag, en að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd, er ekki búist við því að nefndin muni skila áliti sínu í dag. Hún sagði að nefndarmenn hefðu rætt saman í síma yfir helgina en vildi ekki tjá sig frekar um það hvort rætt hefði verið að draga frumvarpið til baka. Upphaflega átti nefndin að hittast klukkan 10 en í gærkvöld var fundinum frestað til klukkan 17. Bæði Davíð og Halldór eyddu helginni úti á landi, Davíð í veiði og Halldór með fjölskyldu sinni. Búist er við því að Davíð og Halldór fundi í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um það innan Sjálfstæðisflokksins að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka. Margar leiðir hefðu verið ræddar og væri þetta ein þeirra. "Miðað við þau rök sem forsetinn lagði fram við synjun laganna þá er búið að breyta þeirri stjórnskipun sem við höfum haft í 60 ár og það er ekki hægt að stjórna landinu með þeim leikreglum sem hann leggur upp með," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var spurður um hvaða lausn sjálfstæðismenn sæju á þeirri stöðu sem upp er komin í fjölmiðlamálinu. "Það hljóta allir ábyrgir þingmenn að vera að reyna að finna leið út úr þeim ógöngum sem Ólafur Ragnar Grímsson kom þjóðinni í með því að neita að undirrita þetta dægurmál." Þeir framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðust sannfærðir um það að Halldór myndi halda áfram að vinna í því að fá Sjálfstæðisflokkinn á sitt band.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira