Meirihluti á móti frumvarpinu? 16. júlí 2004 00:01 Ekki er þingmeirihluti fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu, fullyrðir formaður Samfylkingarinnar og segir hann Sjálfstæðisflokkinn ætla að nota helgina til að beygja Framsóknarflokkinn einn ganginn enn. Formaður Vinstri - grænna telur forsætisráðherra stýra allsherjarnefnd sem sé niðurlægjandi fyrir formann hennar. Stjórnarandstaðan vill drífa fjölmiðlafrumvarpið úr allsherjarnefnd og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þriðjung nefndarmanna þarf til að fara fram á fund eins og stjórnarandstaðan hefur gert en hún er ekki sátt við fund á mánudag og finnst sem Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi tekið í taumana. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálsynda flokksins, segir formann nefndarinnar, Bjarna Benediktsson, hafa gefið til kynna við nefndarmenn að boðað yrði til annars fundar. Svo hafi þeir heyrt af tröppum stjórnarráðsins, þar sem viðtal fjölmiðla við forstætisráðherra fór fram, að ákveðið hafi verið að funda ekki í allsherjarnefnd fyrr en eftir helgi. Stjórnarandstaðan hafi hins vegar í millitíðinni óskað eftir fundi. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Sjálfstæðisflokkinn ætla að nota helgina til að beygja Framsóknarflokkinn einn ganginn enn. Hann fullyrðir að það sé ekki þingmeirihluti fyrir frumvarpinu óbreyttu. Steingrímur J. Sigfússon, fromaður Vinstri - grænna, segir þetta niðurlægjandi fyrir formann allsherjarnefndar. Honum finnst það ábyrgðarhlutur að halda fjölskyldum starfsmanna Alþingis og þingmanna í óvissu, dögum og vikum saman, um hásumar þegar flestir eru búnir að skipuleggja sín sumarleyfi. Steingrímur segir greinilegt að hvorki stjórnarskráin né mannlegir þættir skipti stjórnarherrana máli. Ofan í fund fulltrúa minnihlutans í allsherjarnefnd kom Davíð Oddsson í þinghúsið. Það kom á óvart þar sem menn héldu að Davíð væri farinn í veiði. Hann vildi ekki svara hreint út hvort hann væri á leið í veiði. Veiðifélagi Davíðs, Jón Steinar Gunnlaugsson, vildi ekkert segja hvort hann væri í veiði með Davíð nú síðdegis - en var hins vegar hæstánægður með 7 kílóa hæng sem hann veiddi í Eystri-Rangá í morgun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Ekki er þingmeirihluti fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu, fullyrðir formaður Samfylkingarinnar og segir hann Sjálfstæðisflokkinn ætla að nota helgina til að beygja Framsóknarflokkinn einn ganginn enn. Formaður Vinstri - grænna telur forsætisráðherra stýra allsherjarnefnd sem sé niðurlægjandi fyrir formann hennar. Stjórnarandstaðan vill drífa fjölmiðlafrumvarpið úr allsherjarnefnd og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þriðjung nefndarmanna þarf til að fara fram á fund eins og stjórnarandstaðan hefur gert en hún er ekki sátt við fund á mánudag og finnst sem Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi tekið í taumana. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálsynda flokksins, segir formann nefndarinnar, Bjarna Benediktsson, hafa gefið til kynna við nefndarmenn að boðað yrði til annars fundar. Svo hafi þeir heyrt af tröppum stjórnarráðsins, þar sem viðtal fjölmiðla við forstætisráðherra fór fram, að ákveðið hafi verið að funda ekki í allsherjarnefnd fyrr en eftir helgi. Stjórnarandstaðan hafi hins vegar í millitíðinni óskað eftir fundi. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Sjálfstæðisflokkinn ætla að nota helgina til að beygja Framsóknarflokkinn einn ganginn enn. Hann fullyrðir að það sé ekki þingmeirihluti fyrir frumvarpinu óbreyttu. Steingrímur J. Sigfússon, fromaður Vinstri - grænna, segir þetta niðurlægjandi fyrir formann allsherjarnefndar. Honum finnst það ábyrgðarhlutur að halda fjölskyldum starfsmanna Alþingis og þingmanna í óvissu, dögum og vikum saman, um hásumar þegar flestir eru búnir að skipuleggja sín sumarleyfi. Steingrímur segir greinilegt að hvorki stjórnarskráin né mannlegir þættir skipti stjórnarherrana máli. Ofan í fund fulltrúa minnihlutans í allsherjarnefnd kom Davíð Oddsson í þinghúsið. Það kom á óvart þar sem menn héldu að Davíð væri farinn í veiði. Hann vildi ekki svara hreint út hvort hann væri á leið í veiði. Veiðifélagi Davíðs, Jón Steinar Gunnlaugsson, vildi ekkert segja hvort hann væri í veiði með Davíð nú síðdegis - en var hins vegar hæstánægður með 7 kílóa hæng sem hann veiddi í Eystri-Rangá í morgun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira