Innlent

Sýndarbreytingar

Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir að breytingarnar á fjölmiðlalögum sem kynntar voru af ríkisstjórninni í gær breyti engu. Hann segir að Norðurljós muni halda áfram að undirbúa málshöfðun vegna laganna. "Fyrri lög brutu í bága við EES og stjórnarskrá og ég geri ráð fyrir að þessar sýndarbreytingar sem verið er að gera hafi engin áhrif á það," segir hann. "Mér finnst hálfdapurlegt hvernig með þessu er verið að hæðast bæði að forsetanum og þjóðinni," segir Skarphéðinn.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×