Innlent

Möl enn rutt fram af Ingólfsfjalli

Stórvirk jarðýta hélt í morgun áfram að ryðja möl ofan af Ingólfsfjalli í malarnámuna við fjallsræturnar, þótt Skipulagsstofnun hafi úrskurðað í fyrradag að það væri óheimilt.  Landeigendum var sent formlegt bréf í dag þar sem úrskurður Skipulagsstofnunar var kynntur.  Helga Eggertssyni, landeiganda á Kjarri í Ölfusi, hafði ekki borist niðurstaðan í morgun. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri í Ölfushreppi, segir að formlegt erindi frá sveitarstjórninni hafi verið sent til landeigandans í dag. Ef því verði ekki sinnt verði lögregla beðin um að stöðva vinnsluna. Hann teldi þó engar líkur á að til þess þurfi að koma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×