Fimmtán milljarðar til bænda 18. júní 2004 00:01 Kostnaðurinn af stuðningi við bændur á síðasta ári nam rúmlega 52 þúsund krónum á hvert mannsbarn, að meðaltali. Heildarkostnaðurinn, annars vegar í formi styrkja úr ríkissjóði og hins vegar í formi hærra matvælaverðs, nam rúmum fimmtán milljörðum króna eða sem nemur nær 210 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þetta er talsvert hærri upphæð en miðað er við í skýrslu forsætisráðherra um muninn á matvælaverði á Íslandi annars vegar og í ríkjum Evrópusambandsins hins vegar. Þar var miðað við tölur frá árinu 2001 sem eru tæpum þremur milljörðum króna lægri en tölur síðustu tveggja ára. Munurinn skýrist að hluta af gengisfalli krónunnar 2001 sem þýddi að erlendar vörur urðu dýrari fyrir Íslendinga. Þar með mældist verðstuðningur við bændur minni en ella. Naumur meirihluti stuðningsins við bændur kemur úr ríkissjóði, átta milljarðar króna. Þar af eru 1.300 milljónir til komnar vegna skólahalds og rannsóknarstyrkja auk annarra almennra styrkja en tæpir sjö milljarðar eru beinir styrkir til bænda. Auk þessa þurfa neytendur að greiða hærra matvælaverð úti í búð vegna þess að háir tollar koma að mestu í veg fyrir innflutning landbúnaðarafurða frá útlöndum sem myndi auka samkeppni og lækka matvælaverð. Þessar takmarkanir kostuðu neytendur sjö milljarða króna sem komu fram í því að matvælaverð var hærra en ella sem því nemur. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir forsætisráðherra kom fram að matvælaverð væri helmingi (50 prósent) hærra hér en í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þar kom fram að ýmsar ástæður fyrir þessu en helsta leiðin til að lækka matvælaverð hérlendis var að mati skýrsluhöfunda það að opna fyrir innflutning matvæla eftir því sem heilbrigðissjónarmið og sóttvarnir leyfðu. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Kostnaðurinn af stuðningi við bændur á síðasta ári nam rúmlega 52 þúsund krónum á hvert mannsbarn, að meðaltali. Heildarkostnaðurinn, annars vegar í formi styrkja úr ríkissjóði og hins vegar í formi hærra matvælaverðs, nam rúmum fimmtán milljörðum króna eða sem nemur nær 210 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þetta er talsvert hærri upphæð en miðað er við í skýrslu forsætisráðherra um muninn á matvælaverði á Íslandi annars vegar og í ríkjum Evrópusambandsins hins vegar. Þar var miðað við tölur frá árinu 2001 sem eru tæpum þremur milljörðum króna lægri en tölur síðustu tveggja ára. Munurinn skýrist að hluta af gengisfalli krónunnar 2001 sem þýddi að erlendar vörur urðu dýrari fyrir Íslendinga. Þar með mældist verðstuðningur við bændur minni en ella. Naumur meirihluti stuðningsins við bændur kemur úr ríkissjóði, átta milljarðar króna. Þar af eru 1.300 milljónir til komnar vegna skólahalds og rannsóknarstyrkja auk annarra almennra styrkja en tæpir sjö milljarðar eru beinir styrkir til bænda. Auk þessa þurfa neytendur að greiða hærra matvælaverð úti í búð vegna þess að háir tollar koma að mestu í veg fyrir innflutning landbúnaðarafurða frá útlöndum sem myndi auka samkeppni og lækka matvælaverð. Þessar takmarkanir kostuðu neytendur sjö milljarða króna sem komu fram í því að matvælaverð var hærra en ella sem því nemur. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir forsætisráðherra kom fram að matvælaverð væri helmingi (50 prósent) hærra hér en í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þar kom fram að ýmsar ástæður fyrir þessu en helsta leiðin til að lækka matvælaverð hérlendis var að mati skýrsluhöfunda það að opna fyrir innflutning matvæla eftir því sem heilbrigðissjónarmið og sóttvarnir leyfðu.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira