Frítt í leikskóla fyrir fimm ára 18. júní 2004 00:01 Reykjavíkurborg hefur ákveðið að leggja um 100 milljónir á ári í gjaldfrjálst nám fyrir fimm ára börn hluta úr degi. Með því viðurkennir borgin leikskólana sem fyrsta skólastigið, fyrst sveitarfélaga Fimm ára börn fá þriggja klukkustunda undirbúning fyrir grunnskóla á dag gjaldfrjálst í leikskólum borgarinnar frá næsta hausti. Brúa á bil skólastiganna og koma upplýsingum um börnin áfram milli skólanna til að auðvelda börnunum breytingarnar og grípa fyrr inn í komi upp námsörðugleikar hjá þeim. Reykjavíkurborg verður fyrst sveitarfélaga landsins til að viðurkenna leikskólagöngu sem fyrsta skólastigið í verki, segir Sigrún Elsa Smáradóttir frá leikskólaráði, formaður nefndar um samþættingu skólastiganna. Þorlákur Björnsson, formaður leikskóla Reykjavíkur, segir kostnaðinn verða um 35 milljónir það sem eftir lifir árs en reiknað sé með 100 milljónum á ársgrundvelli. "Einkareknum leikskólum verður einnig boðið að taka þátt gegn því að veita börnunum þjónustuna gjaldfrjálst og er reiknað með tveggja milljóna kostnaði við það," segir Þorlákur. Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, segir alla sem rætt var við hafa verið mjög jákvæða gagnvart breytingunum. "Það er verið að tryggja að börnunum finnist skólakerfið ekki eins ógnvægnlegt," segir Bergur. Í skýrslu nefndarinnar er lagt til að leikskólar vinni sérstaka námskrá fyrir fimm ára börn þar sem áhersla verði lögð á félags- og samskiptahæfni, hreyfingu, málrækt, myndsköpun, tónlist, umhverfi, menningu og samfélag. Ekki megi gleyma leiknum sem kennsluaðferð. Stjórnendur hvers leikskóla hafi lokaákvörðunarvald um hvernig námskrá hans líti út. Sigrún segir að nú taki nefnd skipuð sérfræðingum við starfi nefndarinnar. Hún skili endanlegum niðurstöðum í árslok. "Leikskólinn er búinn að samþykkja þetta fyrir sitt leyti. Það er búið að ræða þetta innan Reykjavíkurlistans og ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta verði samþykkt." Fréttir Innlent Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að leggja um 100 milljónir á ári í gjaldfrjálst nám fyrir fimm ára börn hluta úr degi. Með því viðurkennir borgin leikskólana sem fyrsta skólastigið, fyrst sveitarfélaga Fimm ára börn fá þriggja klukkustunda undirbúning fyrir grunnskóla á dag gjaldfrjálst í leikskólum borgarinnar frá næsta hausti. Brúa á bil skólastiganna og koma upplýsingum um börnin áfram milli skólanna til að auðvelda börnunum breytingarnar og grípa fyrr inn í komi upp námsörðugleikar hjá þeim. Reykjavíkurborg verður fyrst sveitarfélaga landsins til að viðurkenna leikskólagöngu sem fyrsta skólastigið í verki, segir Sigrún Elsa Smáradóttir frá leikskólaráði, formaður nefndar um samþættingu skólastiganna. Þorlákur Björnsson, formaður leikskóla Reykjavíkur, segir kostnaðinn verða um 35 milljónir það sem eftir lifir árs en reiknað sé með 100 milljónum á ársgrundvelli. "Einkareknum leikskólum verður einnig boðið að taka þátt gegn því að veita börnunum þjónustuna gjaldfrjálst og er reiknað með tveggja milljóna kostnaði við það," segir Þorlákur. Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, segir alla sem rætt var við hafa verið mjög jákvæða gagnvart breytingunum. "Það er verið að tryggja að börnunum finnist skólakerfið ekki eins ógnvægnlegt," segir Bergur. Í skýrslu nefndarinnar er lagt til að leikskólar vinni sérstaka námskrá fyrir fimm ára börn þar sem áhersla verði lögð á félags- og samskiptahæfni, hreyfingu, málrækt, myndsköpun, tónlist, umhverfi, menningu og samfélag. Ekki megi gleyma leiknum sem kennsluaðferð. Stjórnendur hvers leikskóla hafi lokaákvörðunarvald um hvernig námskrá hans líti út. Sigrún segir að nú taki nefnd skipuð sérfræðingum við starfi nefndarinnar. Hún skili endanlegum niðurstöðum í árslok. "Leikskólinn er búinn að samþykkja þetta fyrir sitt leyti. Það er búið að ræða þetta innan Reykjavíkurlistans og ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta verði samþykkt."
Fréttir Innlent Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira