Innlent

Forseti fagnar ummælum Vigdísar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti segist í viðtali við DV fagna því að Vigdís Finnbogadóttir, forveri sinn í forsetaembætti, skuli telja málskotsréttinn svo vakandi og sterkan að hún lýsi því nú yfir að hún hefði beitt honum í Kárahnjúkamálinu. Ólafur segir það mikilvægt innlegg í umræðuna um málskotsrétt og fagnar því að Vigdís skuli segja það svona skýrt. Þá segir hann að það sé misskilningur að hann sé ekki lengur forseti þegar hann fer í opinberum erindagjörðum til útlanda og handhafar forsetavalds taka við. Hann fari á fund erlendra þjóðhöfðingja sem forseti Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×