Innlent

Bitnar á síldarútflytjendum

Skrifræði Evrópusambandsins getur verið þungt í vöfum og hefur það meðal annars bitnað á íslenskum síldarútflytjendum, sem ekki njóta umsaminnar tollalækkunar. Fimmtán prósenta tollur af síldarflökum átti til dæmis að falla niður fyrsta maí, eftir inngöngu nýju ríkjanna í sambandið, en sú hefur ekki orðið raunin, sem breytir öllum forsendum viðskiptanna. Utanríkisráðuneytið hefur gert athugasemdir vegna þessa og meðal annars fengið þær skýringar að eitthvað standi á þýðingum vegna tollabreytinganna, en það standi til bóta og verði þær væntanlega afturvirkar til fyrsta maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×