Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér 14. júní 2004 00:01 Samdrykkja um kúgun kvenna verður haldin á Súfistanum á Laugavegi í kvöld. Konur úr Bríeti, félagi ungra feminista, munu fjalla um ritið Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill, sem einmitt er lærdómsrit mánaðarins í bókaverslunum. Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir, doktorsnemi í bókmenntafræði, og Hólmfríður Anna Baldursdóttir, kynjafræðingur, ætla að fjalla um verkið út frá hugmyndum feminista samtímans. "Við ætlum að reyna að fá flesta í salnum til að taka þátt og spjalla um bókina yfir kaffibolla og við munum síðan stjórna umræðum," segir Brynhildur. Að sögn stöllu hennar, Hólmfríðar Önnu, er þessi bók, sem kom út 1869, algjört tímamótaverk sem á svo sannarlega erindi í nútímanum. Miklar framfarir hafi engu að síður átt sér stað sem Mill sá ekki fyrir þegar hann skrifaði bókina. "Ég held að John Stuart Mill hefði orðið hissa í dag. Ég held að samfélagið sé komið lengra núna heldur en það sem hann sá fyrir," segir Hólmfríður. "Í þessari bók talar hann mikið um hjónabandið og samskipti kynjanna. Hann gerir til dæmis ekki ráð fyrir því að karlar séu heima við og fari í heimilisstörfin en gerir samt ráð fyrir því að konur stundi bæði heimilsstörf og vinni úti." Mill er þekktastur sem nokkurs konar fyrirrennari frjálshyggjunnar og oftast er talað um hann í sömu andrá og bók hans, Frelsið. "Menn gleyma algjörlega þessari bók um Kúgun kvenna þar sem hann kemur með öðruvísi sjónarhorn á skilning sinn á einstaklingshyggjuna en Frelsið gerir," segir Brynhildur. "Það er mjög mikilvægt að tala meira um þessa bók." Hólmfríður og Brynhildur vilja ekki meina að konur hér á landi séu kúgaðar. "Við erum búin að ná ansi langt á þessum árum frá 1869. En það er sláandi að sjá hvað mikið Mill er að segja í þessari bók sem á ennþá við í dag, kannski ekki lagalega séð heldur félagslega. Hann segir að uppeldi kvenna gangi út að sannfæra konur frá fæðingu að þeirra æðsta takmark í lífinu sé að sjá um fjölskylduna. Uppeldi kvenna og karla er mismunandi í dag og það er alið upp í konum annað takmark en í karlmönnum. Félagsmótun er til staðar frá því menn fæðast og það er fráleitt að halda að jafnrétti komi bara að sjálfu sér. Það þarf ekkert annað en að líta á söguna. Mill segir í Kúgun kvenna að það megi aldrei gleyma sér heldur verðum við stöðugt að hugsa um þessi málefni og berjast fyrir þeim." Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Samdrykkja um kúgun kvenna verður haldin á Súfistanum á Laugavegi í kvöld. Konur úr Bríeti, félagi ungra feminista, munu fjalla um ritið Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill, sem einmitt er lærdómsrit mánaðarins í bókaverslunum. Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir, doktorsnemi í bókmenntafræði, og Hólmfríður Anna Baldursdóttir, kynjafræðingur, ætla að fjalla um verkið út frá hugmyndum feminista samtímans. "Við ætlum að reyna að fá flesta í salnum til að taka þátt og spjalla um bókina yfir kaffibolla og við munum síðan stjórna umræðum," segir Brynhildur. Að sögn stöllu hennar, Hólmfríðar Önnu, er þessi bók, sem kom út 1869, algjört tímamótaverk sem á svo sannarlega erindi í nútímanum. Miklar framfarir hafi engu að síður átt sér stað sem Mill sá ekki fyrir þegar hann skrifaði bókina. "Ég held að John Stuart Mill hefði orðið hissa í dag. Ég held að samfélagið sé komið lengra núna heldur en það sem hann sá fyrir," segir Hólmfríður. "Í þessari bók talar hann mikið um hjónabandið og samskipti kynjanna. Hann gerir til dæmis ekki ráð fyrir því að karlar séu heima við og fari í heimilisstörfin en gerir samt ráð fyrir því að konur stundi bæði heimilsstörf og vinni úti." Mill er þekktastur sem nokkurs konar fyrirrennari frjálshyggjunnar og oftast er talað um hann í sömu andrá og bók hans, Frelsið. "Menn gleyma algjörlega þessari bók um Kúgun kvenna þar sem hann kemur með öðruvísi sjónarhorn á skilning sinn á einstaklingshyggjuna en Frelsið gerir," segir Brynhildur. "Það er mjög mikilvægt að tala meira um þessa bók." Hólmfríður og Brynhildur vilja ekki meina að konur hér á landi séu kúgaðar. "Við erum búin að ná ansi langt á þessum árum frá 1869. En það er sláandi að sjá hvað mikið Mill er að segja í þessari bók sem á ennþá við í dag, kannski ekki lagalega séð heldur félagslega. Hann segir að uppeldi kvenna gangi út að sannfæra konur frá fæðingu að þeirra æðsta takmark í lífinu sé að sjá um fjölskylduna. Uppeldi kvenna og karla er mismunandi í dag og það er alið upp í konum annað takmark en í karlmönnum. Félagsmótun er til staðar frá því menn fæðast og það er fráleitt að halda að jafnrétti komi bara að sjálfu sér. Það þarf ekkert annað en að líta á söguna. Mill segir í Kúgun kvenna að það megi aldrei gleyma sér heldur verðum við stöðugt að hugsa um þessi málefni og berjast fyrir þeim."
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira