Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér 14. júní 2004 00:01 Samdrykkja um kúgun kvenna verður haldin á Súfistanum á Laugavegi í kvöld. Konur úr Bríeti, félagi ungra feminista, munu fjalla um ritið Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill, sem einmitt er lærdómsrit mánaðarins í bókaverslunum. Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir, doktorsnemi í bókmenntafræði, og Hólmfríður Anna Baldursdóttir, kynjafræðingur, ætla að fjalla um verkið út frá hugmyndum feminista samtímans. "Við ætlum að reyna að fá flesta í salnum til að taka þátt og spjalla um bókina yfir kaffibolla og við munum síðan stjórna umræðum," segir Brynhildur. Að sögn stöllu hennar, Hólmfríðar Önnu, er þessi bók, sem kom út 1869, algjört tímamótaverk sem á svo sannarlega erindi í nútímanum. Miklar framfarir hafi engu að síður átt sér stað sem Mill sá ekki fyrir þegar hann skrifaði bókina. "Ég held að John Stuart Mill hefði orðið hissa í dag. Ég held að samfélagið sé komið lengra núna heldur en það sem hann sá fyrir," segir Hólmfríður. "Í þessari bók talar hann mikið um hjónabandið og samskipti kynjanna. Hann gerir til dæmis ekki ráð fyrir því að karlar séu heima við og fari í heimilisstörfin en gerir samt ráð fyrir því að konur stundi bæði heimilsstörf og vinni úti." Mill er þekktastur sem nokkurs konar fyrirrennari frjálshyggjunnar og oftast er talað um hann í sömu andrá og bók hans, Frelsið. "Menn gleyma algjörlega þessari bók um Kúgun kvenna þar sem hann kemur með öðruvísi sjónarhorn á skilning sinn á einstaklingshyggjuna en Frelsið gerir," segir Brynhildur. "Það er mjög mikilvægt að tala meira um þessa bók." Hólmfríður og Brynhildur vilja ekki meina að konur hér á landi séu kúgaðar. "Við erum búin að ná ansi langt á þessum árum frá 1869. En það er sláandi að sjá hvað mikið Mill er að segja í þessari bók sem á ennþá við í dag, kannski ekki lagalega séð heldur félagslega. Hann segir að uppeldi kvenna gangi út að sannfæra konur frá fæðingu að þeirra æðsta takmark í lífinu sé að sjá um fjölskylduna. Uppeldi kvenna og karla er mismunandi í dag og það er alið upp í konum annað takmark en í karlmönnum. Félagsmótun er til staðar frá því menn fæðast og það er fráleitt að halda að jafnrétti komi bara að sjálfu sér. Það þarf ekkert annað en að líta á söguna. Mill segir í Kúgun kvenna að það megi aldrei gleyma sér heldur verðum við stöðugt að hugsa um þessi málefni og berjast fyrir þeim." Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira
Samdrykkja um kúgun kvenna verður haldin á Súfistanum á Laugavegi í kvöld. Konur úr Bríeti, félagi ungra feminista, munu fjalla um ritið Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill, sem einmitt er lærdómsrit mánaðarins í bókaverslunum. Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir, doktorsnemi í bókmenntafræði, og Hólmfríður Anna Baldursdóttir, kynjafræðingur, ætla að fjalla um verkið út frá hugmyndum feminista samtímans. "Við ætlum að reyna að fá flesta í salnum til að taka þátt og spjalla um bókina yfir kaffibolla og við munum síðan stjórna umræðum," segir Brynhildur. Að sögn stöllu hennar, Hólmfríðar Önnu, er þessi bók, sem kom út 1869, algjört tímamótaverk sem á svo sannarlega erindi í nútímanum. Miklar framfarir hafi engu að síður átt sér stað sem Mill sá ekki fyrir þegar hann skrifaði bókina. "Ég held að John Stuart Mill hefði orðið hissa í dag. Ég held að samfélagið sé komið lengra núna heldur en það sem hann sá fyrir," segir Hólmfríður. "Í þessari bók talar hann mikið um hjónabandið og samskipti kynjanna. Hann gerir til dæmis ekki ráð fyrir því að karlar séu heima við og fari í heimilisstörfin en gerir samt ráð fyrir því að konur stundi bæði heimilsstörf og vinni úti." Mill er þekktastur sem nokkurs konar fyrirrennari frjálshyggjunnar og oftast er talað um hann í sömu andrá og bók hans, Frelsið. "Menn gleyma algjörlega þessari bók um Kúgun kvenna þar sem hann kemur með öðruvísi sjónarhorn á skilning sinn á einstaklingshyggjuna en Frelsið gerir," segir Brynhildur. "Það er mjög mikilvægt að tala meira um þessa bók." Hólmfríður og Brynhildur vilja ekki meina að konur hér á landi séu kúgaðar. "Við erum búin að ná ansi langt á þessum árum frá 1869. En það er sláandi að sjá hvað mikið Mill er að segja í þessari bók sem á ennþá við í dag, kannski ekki lagalega séð heldur félagslega. Hann segir að uppeldi kvenna gangi út að sannfæra konur frá fæðingu að þeirra æðsta takmark í lífinu sé að sjá um fjölskylduna. Uppeldi kvenna og karla er mismunandi í dag og það er alið upp í konum annað takmark en í karlmönnum. Félagsmótun er til staðar frá því menn fæðast og það er fráleitt að halda að jafnrétti komi bara að sjálfu sér. Það þarf ekkert annað en að líta á söguna. Mill segir í Kúgun kvenna að það megi aldrei gleyma sér heldur verðum við stöðugt að hugsa um þessi málefni og berjast fyrir þeim."
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira