Innlent

Vill konu í undirbúningsnefnd

Femínistafélag Íslands tekur undir ályktun Kvenréttindafélags Íslands vegna skipan undirbúningsnefndar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Að engin kona eigi sæti í nefndinni brýtur í bága við nýsamþykkta framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum og er ekki til marks um að jafnréttismál séu ofarlega á baugi hjá ráðamönnum þjóðarinnar, segir Femínistafélagið og bætir við: "Við skorum á stjórnvöld landsins að bæta úr þessu hið snarasta. Lýðræði snertir jafnt konur og karla."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×