Innlent

Dómur hjá Davíð og Jóni í dag

Í dag verður kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Jón Ólafsson kaupsýslumaður, kenndur við Skífuna, höfðaði gegn Davíð Oddssyni forsætisráðherra fyrir meiðyrði. Jón vildi að tiltekin ummæli Davíðs í sinn garð væru dæmd dauð og ómerk og að Davíð greiddi sér skaðabætur. Lögmaður Jóns, Sigríður Rut Júlíusdóttir lagði fram stefnu í málinu sem var svarað af hálfu Davíðs með greinargerð. Hana skrifaði Eiríkur Elís Þorláksson lögmaður hjá Nestor. Þar kom fram að Davíð myndi ekki mæta fyrir rétt. Sigríður Rut lagði fram svör við stefnunni. Skúli Magnússon héraðsdómari kveður upp dóminn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×