Innlent

Sex ára barn slasaðist

Sex ára gamalt barn slasaðist lítillega þegar tveir bílar rákust á hvorn annan á Arnarnesvegi, rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru bílarnir að koma úr gagnstæðri átt og var annar að beygja af Reykjanesbraut inn á Arnarnesveg þegar slysið varð. Tvö börn voru farþegar í öðrum bílnum en ökumaður var einn í hinum. Glerbrotum rigndi yfir barnið sem slasaðist og hlaut litla skurði en lögreglan segir að ekki hafi mátt miklu muna að verr hafi farið. Kona sem ók bílnum með börnunum í kvartaði yfir eymslum og var hún og barnið flutt á slysadeild til aðhlynningar. Báðir bílarnir voru mikið skemmdir og voru dregnir af slysstað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×