Innlent

Kennaranámið lengt?

Rektor Kennaraháskóla Íslands telur að huga beri að lengingu kennaranáms á Íslandi og færa það til jafns við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. Í ávarpi sínu við brautskráningu skólans í gær sagði Ólafur Proppé, rektor KHÍ, að það gæti orðið markmið að bjóða nýtt lengra og betra kennaranám við aldarafmæli skólans árið 2007, "..sem tæki mið af breyttum og sívaxandi kröfum samfélagsins og því besta sem læra má, m.a. af öðrum þjóðum á þessu sviði. Slík tímasetning væri í takt við spá Ríkisendurskoðunar um að eftir 2008 hafi tekist að manna grunnskóla landsins með réttindakennurum og því enn minni ástæða til að viðhalda styttra kennaranámi þess venga, eins og stundum hefur verið haldið fram." 478 kandítatar brauðskráðust frá KHÍ í gær og hafa aldrei fleiri kandídatar verið brautskráðir í einu frá skólanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×