Innlent

Þorskeldi við hlið stóriðju

Tvær fiskikvíar í Hvalfirði gegnt álveri Norðuráls hafa vakið athygli margra vegfarenda um Hvalfjörðinn síðustu mánuði og hafa þeir bent Fréttablaðinu á að fyrir utan nálægð álversins við kvíarnar séu viðkvæmar laxveiðiár í grenndinni. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er þarna um þorskeldi að ræða í annarri kvínni en hin stendur auð. Er því ekki um neina hættu að ræða enda hefur sá einstaklingur sem að þessu stendur öll tilskilin leyfi sem þarf til þess arna. Ekki náðist í eigandann sjálfan svo óvíst er hvort hann hyggst halda þorskeldi sínu þarna áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×