Innlent

Bílstuldur á Selfossi

Gestkomandi fólk á Selfossi kemst nú ekki til síns heima þar sem jeppanum þeirra var stolið fyrir utan hús ættingja þeirra í gærmorgun. Jeppinn er vínrauður á litinn af gerðinni Mitsubishi Pajero, árgerð 1990. Númer bílsins er SK-268. Lögreglan á Selfossi biður þá sem hafa orðið varir við bílinn að hafa samband. Í jeppanum eru tveir barnabílstólar en hann var mannlaus þegar honum var stolið. Eigendurnir skildu lyklana eftir í bílnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×