Innlent

Metaðsókn í Kennaraháskólann

Annað árið í röð er metaðsókn í Kennaraháskóla Íslands. Nemendur skólans er nú rúmlega 2300 og hefur fjölgað verulega á síðustu árum, að því er segir í frétt fá skólanum. Umsóknir um nám hafa aldrei verið fleiri en nú í vor. Því miður verður aðeins hægt að bjóða tæplega helmingi þessa hóps skólavist vegna fjárhagsramma skólans. Alls bárust 1825 umsóknir um nám við Kennaraháskólann skólaárið 2004-2005. Af þeim voru 1497 um nám í grunndeild og verður um 660 boðin skólavist. Umsóknir um nám í framhaldsdeild voru 334 og hefur 235 umsækjendum þegar verið boðin skólavist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×