Innlent

Lést við Bláa lónið

Bandarískur ferðamaður af skemmtiferðaskipi hné skyndilega niður og lést á göngustíg við Bláa lónið í gær. Maðurinn, sem var hjartasjúklingur, kom með rútubíl að Bláa lóninu og var á göngu á stígnum um hraunið milli bílastæðisins og þjónustuhússins. Læknir á vettvangi og starfsfólk reyndu lífgunartilraunir en þær báru ekki árangur. Maðurinn, sem var 76 ára, var farþegi á skemmtiferðaskipinu Rotterdam, sem lá í Reykjavíkuhöfn, og var eiginkona hans með í för. Skipið hélt för sinni áfram í gærkvöldi en eiginkonan varð eftir á Íslandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×