Innlent

Innheimta skatttekna eykst

Innheimta skatttekna ríkisins jókst um 14,4 prósent á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt því sem kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Innheimta tekjuskatta er 2,3 milljörðum meiri en í fyrra, raunhækkun innheimtu fjármagnstekjuskatts var 5,2 prósent og tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti hækkuðu um 12,5 prósent. Telur fjármálaráðuneytið þetta spegla áframhaldandi umsvif í efnahagslífinu, einkum í neysluútgjöldum heimilanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×