Innlent

Vill fresta skattalækkunum

Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, vill fresta fyrirhuguðum skattalækkunum haldi verðbólga áfram að hækka. Formaður Bandalags háskólamanna, Halldóra Friðjónsdóttir, segir einnig skattalækkanir ekki ráðlegar í haust, þær leiði til frekari niðurskurðar annars staðar í velferðarkerfinu. Verðbólga nálgast fjögurra prósenta þolmörk og er nú í þremur komma níu prósentum. Seðlabankinn bíður átekta með vaxtahækkanir. Kaupmáttur hefur dregist saman og hagvöxtur hefur ekki verið meiri í þrjú ár. Davíð Oddsson, forstætiráðherra, segir í Morgunblaðinu í morgun aukna verðbólgu "stundarskot sem hjaðni skjótt" Formaður bandalags háskólamanna hefur áhyggjur af verðbólgu og segir skattalækkanir ekki hentugar nú. ASÍ hvetur ríkið einnig til að stemma stigu við framkvæmdum. Innan sambandsins er Verslunarmannafélag Reykjavíkur. Þar eru um þúsund manns atvinnulausir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×