Innlent

Nýr prestur á Þingvöllum

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur falið sr. Kristjáni Val Ingólfssyni prestsþjónustu í Þingvallaprestakalli til loka ágústmánaðar. Mun hann meðal annars sinna helgihaldi á Þingvöllum yfir sumarmánuðina en það verður með fjölbreyttum hætti og verður leitast við að koma til móts við þarfir þeirra er sækja þennan þjóðarhelgidóm. Auk guðsþjónusta í Þingvallakirkju á sunnudögum verður fjölbreytt helgihald í sumar. Verður það á íslensku, ensku og þýsku. Dagskrá þess hefur verið unnin í samráði við þjóðgarðsvörð á Þingvöllum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×