Innlent

Vísað frá fyrir Hæstarétti

Hæstiréttur hefur vísað frá skaðabótarmáli því er Austurbakki hf. höfðaði gegn fyrrverandi eigendum útivistarverslunarinnar Nanoq í Kringlunni en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt mennina til greiðslu skaðabóta að upphæð 9,2 milljónir króna. Forsendur skaðabótahöfðunar Austurbakka voru að eigendur Nanoq, þeir Jóhannes Rúnar Jóhannesson og Þorbjörn Stefánsson, hefðu keypt talsvert af vörum af Austurbakka rétt áður en gjaldþrotabeiðni kom fram og þannig vitað allan tímann að ekki kæmi til greiðslu viðkomandi vara. Hæstiréttur í dómi sínum mat það svo að ekki lægju fyrir næg gögn í málinu til að unnt væri að meta hvort eigendunum hefði verið skylt að krefjast skipta á búi Nanoq fyrr en raun bar vitni eins og lögmenn Austurbakka vildu meina. Þótti óhjákvæmilegt að vísa málinu því sjálfkrafa frá Hæstarétti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×