Innlent

Færði útvarpsstjóra tómatsósu

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er ósáttur við litla athygli fjölmiðla. Því freistaði hann þess að ná athygli þeirra með því að færa Markúsi Erni Antonssyni tómatsósu í gærdag og til að undirstrika hversu ósáttur hann er. Ástþór hafði áður vakið athygli á svipaðan hátt þegar hann mætti útataður í tómatsósu í dómsal til að sýna fórnalömbum í Íraksstríðinu stuðning. Ástþór undrast að Kastljóssupptaka sjónvarpsins frá 12. maí með viðtali við prófessor að nafni Ditrich Fischer hafi ekki enn verið send út. Ástþór segir að í viðtalinu tali prófessorinn um möguleika á því að forseti Íslands gegni leiðandi hlutverki í friðarmálum á alþjóðavettvangi. Ástþór er einnig ósáttur við að mynd af Ólafi Ragnari og ávarp í fullri lengd hafi verið inni á heimasíðu ríkismiðilsins í tæpa viku. Á sama tíma sé honum og öðrum forsetaframbjóðendum meinaður aðgangur að RÚV til að koma sínum stefnumálum á framfæri, nema þá í mýflugumynd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×