Innlent

Stal 3,6 milljónum

Maður fæddur 1975 hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir þjófnaði og fjársvik. Maðurinn braust inn á heimili við Langholtsveg í september í fyrra og hafði með sér innbú að værðmæti 700 þúsund krónur. Sex dögum síðar braust hann inn í Hampiðjuna og stal tölvu- og tæknibúnaði fyrir tæplega hálfa milljón króna. Loks sveik hann sjö sinnum út vörur og þjónustu frá fyrirtækjum fyrir tæpar 2,2 milljónir og lét skrifa á Hampiðjuna. Maðurinn játaði brot sín. Honum er gert að greiða Bræðrunum Ormsson rúmlega eina milljón króna auk vaxta og allan sakarkostnað ásamt þóknun verjanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×