Innlent

Halldór vill samstöðu

"Af lyktum fundarins er augljóst að forsætisráðherra hefur ekki minnsta áhuga á að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna um undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu og komandi þinghald," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir það áður hafa birst í ótrúlega bíræfnum fyrirætlunum sjálfstæðismanna um að nota bráðabirgðalög til að koma vilja sínum fram sem hófsamari menn hafi bersýnilega komið í veg fyrir. Hann segir það koma á óvart ef það er vilji Framsóknarflokksins að taka þátt í vinnubrögðum af þessu tagi. "Mér finnast yfirlýsingar formanns Framsóknarflokks dagana á undan gefa til kynna fullan vilja hans til að ná breiðri samstöðu. Ef forsætisráðherra ræður hins vegar þessari niðurstöðu af hálfu ríkisstjórnarinnar, og menn vilja ekki tala við okkur um þessi mál til þess að freista þess að samstaða náist, hefur stjórnarandstaðan engan annan kost en að nota Alþingi til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×