Innlent

Skotið á bíl í Breiðholti

Skotið var á bíl á plani fjölbýlishúss í efra Breiðholti í gær. Skotið, sem fór í afturbretti bílsins, er 22 kalibera og er talið að því hafi verið skotið af stuttu færi. Eigandi bílsins sagði í samtali við blaðið að tveir litlir strákar, sem búa á fjórðu hæð í sama fjölbýlishúsi og hann, hafi verið að leika sér í boltaleik og notað hurðina hans sem mark. Hann var orðinn þreyttur á skarkalanum og sagði strákunum að fara með boltann út að leika og hætta að sparka í hurðina. Daginn eftir þegar hann stóð með föður sínum á bílaplaninu segir hann fjóra unga menn hafa komið á bíl og numið á planinu. Þeir hafi verið mjög æstir og sagt að hann ætti ekki að skipta sér af strákunum á fjórðu hæðinni, þeir mættu gera það sem þeir vildu. Mennirnir hafi hótað að drepa bíleigandann, börn hans og föður ef hann skammaði drengina aftur. Bíleigandinn sagðist hafa kannast við einn mannanna úr hverfinu, sem væri bróðir konunn á fjórðu hæðinni. Fyrir þremur dögum hafi svo verið keyrt utan í bíl hans þar sem honum var lagt á planinu og síðast í gær hafi verið skotið á bílinn. Bíleigandinn sagðist ekki vita hvort þessi mál tengdust en málið er í rannsókn lögreglunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×