Innlent

Lýðræðið fótum troðið

"Þessar niðurstöður eru svo sem ósköp eðlilegar því að ég fæ ekkert að koma málefnum framboðsins til skila," segir Ástþór Magnússon, sem mældist með 0,6 prósenta fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ástþór er harðorður í garð fjölmiðla, sem hann segir loka á umfjöllun um framboð hans. "Það er búið að traðka lýðræðið niður í svaðið," segir hann. "Forsetaframbjóðandi eins og ég fær ekki að koma skoðunum sínum á framfæri með málefnalegum hætti þannig að fólk geti gert upp hug sinn hvað er í boði í kosningum," segir Ástþór, sem var staddur í eltingaleik við forseta Íslands. "Ég er akandi á eftir honum á 150 kílómetra hraða á Keflavíkurveginum til að reyna að fá svar við þeirri spurningu hvort hann muni taka áskorun minni um að mæta mér í sjónvarpssal."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×