Innlent

Hernes til Danmerkur

Danskur dráttarbátur er nú lagður af stað með vikurflutningaskipið Hernes, sem strandaði í Þorlákshöfn í síðasta mánuði, áleiðis til Póllands þar sem gert verður við það. Það laskaðist talsvert og var farminum landað í Hafnarfirði, þar sem gerð var bráðabirgðaviðgerð á skipinu til að hefta leka, sem kom að því við strandið. Um tíma veltu erlendir eigendur Hernes því fyrir sér hvort það borgaði sig frekar að kaupa annað skip í staðinn en að láta gera við það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×