Hrun í rækju- og skelfiskveiðum bætt 7. desember 2004 00:01 Sjávarútvegsráðherra úthlutaði í gær 3.200 þorskígilda byggðakvóta til fjörutíu byggðarlaga fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Sjö umsóknum um byggðakvóta var hafnað. Ekki var úthlutað til byggðarlaga með fleiri en 1.500 íbúa. Stykkishólmur og Siglufjörður fengu úthlutað mestum byggðakvóta, 205 þorskígildistonn hvort bæjarfélag. Mikill samdráttur hefur orðið í rækju- og skelfiskveiðum hjá útgerðum í bæjarfélögunum tveimur. Samkvæmt reglugerð ráðherra skal byggðakvótanum úthlutað til minni byggðarfélaga sem hafa lent í vandræðum vegna samdráttar í sjávarútvegi eða til byggðarlaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á aflaheimildum. Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að miðað við þetta fái þau sveitarfélög mestan byggðakvóta sem hafi farið verst út úr breytingum á kvótakerfinu. Enda hafi um það verið rætt þegar kerfinu var breytt með línuívilnun og fleiru. Hann segir byggðakvótann farinn að standa undir nafni þar sem honum sé útdeilt eftir þörfum hvers byggðarlags. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að byggðakvóti sé tilviljanakennd útdeiling á verðmætum þar sem engum ákveðnum skynsamlegum reglum sé fylgt. Aðeins pólitískur vilji ráði för. Því segist Lúðvík velta því alvarlega fyrir sér hvort það taki því að standa í því að deila út byggðakvóta. Auk þess letji þetta útgerðir í því að efla sig og styrkja innan kvótakerfisins þar sem þeim sé hegnt fyrir það. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að úthlutun byggðakvótans sýni hversu gallað kvótakerfið sé. Byggðarlög eigi sér ekki viðreisnar von ef veiði leggist niður á einni tegund. Útgerðir geti ekki tekið til við að veiða aðrar tegundir þrátt fyrir að nægur fiskur sé á heimamiðum þessara byggðarlaga. Það telur Magnús vera afleitt. Hins vegar beri að virða það að stjórnvöld sýni ákveðinn vilja til að rétta þessum byggðarlögum hjálparhönd. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra úthlutaði í gær 3.200 þorskígilda byggðakvóta til fjörutíu byggðarlaga fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Sjö umsóknum um byggðakvóta var hafnað. Ekki var úthlutað til byggðarlaga með fleiri en 1.500 íbúa. Stykkishólmur og Siglufjörður fengu úthlutað mestum byggðakvóta, 205 þorskígildistonn hvort bæjarfélag. Mikill samdráttur hefur orðið í rækju- og skelfiskveiðum hjá útgerðum í bæjarfélögunum tveimur. Samkvæmt reglugerð ráðherra skal byggðakvótanum úthlutað til minni byggðarfélaga sem hafa lent í vandræðum vegna samdráttar í sjávarútvegi eða til byggðarlaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á aflaheimildum. Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að miðað við þetta fái þau sveitarfélög mestan byggðakvóta sem hafi farið verst út úr breytingum á kvótakerfinu. Enda hafi um það verið rætt þegar kerfinu var breytt með línuívilnun og fleiru. Hann segir byggðakvótann farinn að standa undir nafni þar sem honum sé útdeilt eftir þörfum hvers byggðarlags. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að byggðakvóti sé tilviljanakennd útdeiling á verðmætum þar sem engum ákveðnum skynsamlegum reglum sé fylgt. Aðeins pólitískur vilji ráði för. Því segist Lúðvík velta því alvarlega fyrir sér hvort það taki því að standa í því að deila út byggðakvóta. Auk þess letji þetta útgerðir í því að efla sig og styrkja innan kvótakerfisins þar sem þeim sé hegnt fyrir það. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að úthlutun byggðakvótans sýni hversu gallað kvótakerfið sé. Byggðarlög eigi sér ekki viðreisnar von ef veiði leggist niður á einni tegund. Útgerðir geti ekki tekið til við að veiða aðrar tegundir þrátt fyrir að nægur fiskur sé á heimamiðum þessara byggðarlaga. Það telur Magnús vera afleitt. Hins vegar beri að virða það að stjórnvöld sýni ákveðinn vilja til að rétta þessum byggðarlögum hjálparhönd.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira