Hrun í rækju- og skelfiskveiðum bætt 7. desember 2004 00:01 Sjávarútvegsráðherra úthlutaði í gær 3.200 þorskígilda byggðakvóta til fjörutíu byggðarlaga fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Sjö umsóknum um byggðakvóta var hafnað. Ekki var úthlutað til byggðarlaga með fleiri en 1.500 íbúa. Stykkishólmur og Siglufjörður fengu úthlutað mestum byggðakvóta, 205 þorskígildistonn hvort bæjarfélag. Mikill samdráttur hefur orðið í rækju- og skelfiskveiðum hjá útgerðum í bæjarfélögunum tveimur. Samkvæmt reglugerð ráðherra skal byggðakvótanum úthlutað til minni byggðarfélaga sem hafa lent í vandræðum vegna samdráttar í sjávarútvegi eða til byggðarlaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á aflaheimildum. Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að miðað við þetta fái þau sveitarfélög mestan byggðakvóta sem hafi farið verst út úr breytingum á kvótakerfinu. Enda hafi um það verið rætt þegar kerfinu var breytt með línuívilnun og fleiru. Hann segir byggðakvótann farinn að standa undir nafni þar sem honum sé útdeilt eftir þörfum hvers byggðarlags. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að byggðakvóti sé tilviljanakennd útdeiling á verðmætum þar sem engum ákveðnum skynsamlegum reglum sé fylgt. Aðeins pólitískur vilji ráði för. Því segist Lúðvík velta því alvarlega fyrir sér hvort það taki því að standa í því að deila út byggðakvóta. Auk þess letji þetta útgerðir í því að efla sig og styrkja innan kvótakerfisins þar sem þeim sé hegnt fyrir það. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að úthlutun byggðakvótans sýni hversu gallað kvótakerfið sé. Byggðarlög eigi sér ekki viðreisnar von ef veiði leggist niður á einni tegund. Útgerðir geti ekki tekið til við að veiða aðrar tegundir þrátt fyrir að nægur fiskur sé á heimamiðum þessara byggðarlaga. Það telur Magnús vera afleitt. Hins vegar beri að virða það að stjórnvöld sýni ákveðinn vilja til að rétta þessum byggðarlögum hjálparhönd. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra úthlutaði í gær 3.200 þorskígilda byggðakvóta til fjörutíu byggðarlaga fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Sjö umsóknum um byggðakvóta var hafnað. Ekki var úthlutað til byggðarlaga með fleiri en 1.500 íbúa. Stykkishólmur og Siglufjörður fengu úthlutað mestum byggðakvóta, 205 þorskígildistonn hvort bæjarfélag. Mikill samdráttur hefur orðið í rækju- og skelfiskveiðum hjá útgerðum í bæjarfélögunum tveimur. Samkvæmt reglugerð ráðherra skal byggðakvótanum úthlutað til minni byggðarfélaga sem hafa lent í vandræðum vegna samdráttar í sjávarútvegi eða til byggðarlaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á aflaheimildum. Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að miðað við þetta fái þau sveitarfélög mestan byggðakvóta sem hafi farið verst út úr breytingum á kvótakerfinu. Enda hafi um það verið rætt þegar kerfinu var breytt með línuívilnun og fleiru. Hann segir byggðakvótann farinn að standa undir nafni þar sem honum sé útdeilt eftir þörfum hvers byggðarlags. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að byggðakvóti sé tilviljanakennd útdeiling á verðmætum þar sem engum ákveðnum skynsamlegum reglum sé fylgt. Aðeins pólitískur vilji ráði för. Því segist Lúðvík velta því alvarlega fyrir sér hvort það taki því að standa í því að deila út byggðakvóta. Auk þess letji þetta útgerðir í því að efla sig og styrkja innan kvótakerfisins þar sem þeim sé hegnt fyrir það. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að úthlutun byggðakvótans sýni hversu gallað kvótakerfið sé. Byggðarlög eigi sér ekki viðreisnar von ef veiði leggist niður á einni tegund. Útgerðir geti ekki tekið til við að veiða aðrar tegundir þrátt fyrir að nægur fiskur sé á heimamiðum þessara byggðarlaga. Það telur Magnús vera afleitt. Hins vegar beri að virða það að stjórnvöld sýni ákveðinn vilja til að rétta þessum byggðarlögum hjálparhönd.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira