Hafa ekki efni á samningunum 19. nóvember 2004 00:01 Sveitarfélög á landsbyggðinni hafa fæst efni á kennarasamningunum. Hækkun fasteignaskatta og þjónustgjalda ásamt niðurskurði í rekstri og framkvæmdum er meðal þess sem rætt er um. Aðrir treysta á að sveitarfélögin nái að semja við ríkið um auknar tekjur. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kom saman í dag en þar var bæði fjallað um kennarasamningana og viðræður ríkis og sveitarfélag um breytta tekjuskiptingu. Ljóst er að sveitarfélög eru misjafnlega í stakk búin til að mæta yfirvofandi launahækkunum en staðan virðist einna erfiðust í smærri byggðum úti á landi. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykkishólms, segist feginn að búið sé að ná samningum og væntir þess að þeir gangi eftir. Þó sé alveg ljóst að þeir verða bæjarfélaginu erfiðir. Bæjarstjórinn telur að afla verði aukinna tekna, t.a.m. með hækkun fasteignagjalda, þjónustugjalda eða með því að draga úr öðum rekstri. Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, tekir undir með Óla Jóni og er glöð yfir því að samningar hafi náðst. Hún segir að sveitarfélagið sé nýtt eftir sameiningu sveitarfélaganna fyrir austan sem skapar aukið hagræði en nú er einmitt verið að vinna að fjárhagsáætlun. Að sögn Soffíu á hún von á að bæjarfélagið haldi sjó þrátt fyrir samningana, m.a. vegna þess að lítið er af ungum kennurum í Fljótsdalshéraði sem fá mestu launahækkunina. Lárus Valdimarsson, bæjarfulltrúi á Ísafirði, segir þar hvorki svigrúm til niðurskurðar né gjaldahækkana, tekjustofnar séu fullnýttir. Hann teystir því á að hagstæðir samningar komi út úr viðræðum ríkis og sveitarfélaga. Annars fari Ísafjörður í stórfellda skuldaaukningu. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að bíða með að afgreiða kennarasamningana þar til niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslu Kennarasambandsins. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Sveitarfélög á landsbyggðinni hafa fæst efni á kennarasamningunum. Hækkun fasteignaskatta og þjónustgjalda ásamt niðurskurði í rekstri og framkvæmdum er meðal þess sem rætt er um. Aðrir treysta á að sveitarfélögin nái að semja við ríkið um auknar tekjur. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kom saman í dag en þar var bæði fjallað um kennarasamningana og viðræður ríkis og sveitarfélag um breytta tekjuskiptingu. Ljóst er að sveitarfélög eru misjafnlega í stakk búin til að mæta yfirvofandi launahækkunum en staðan virðist einna erfiðust í smærri byggðum úti á landi. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykkishólms, segist feginn að búið sé að ná samningum og væntir þess að þeir gangi eftir. Þó sé alveg ljóst að þeir verða bæjarfélaginu erfiðir. Bæjarstjórinn telur að afla verði aukinna tekna, t.a.m. með hækkun fasteignagjalda, þjónustugjalda eða með því að draga úr öðum rekstri. Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, tekir undir með Óla Jóni og er glöð yfir því að samningar hafi náðst. Hún segir að sveitarfélagið sé nýtt eftir sameiningu sveitarfélaganna fyrir austan sem skapar aukið hagræði en nú er einmitt verið að vinna að fjárhagsáætlun. Að sögn Soffíu á hún von á að bæjarfélagið haldi sjó þrátt fyrir samningana, m.a. vegna þess að lítið er af ungum kennurum í Fljótsdalshéraði sem fá mestu launahækkunina. Lárus Valdimarsson, bæjarfulltrúi á Ísafirði, segir þar hvorki svigrúm til niðurskurðar né gjaldahækkana, tekjustofnar séu fullnýttir. Hann teystir því á að hagstæðir samningar komi út úr viðræðum ríkis og sveitarfélaga. Annars fari Ísafjörður í stórfellda skuldaaukningu. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að bíða með að afgreiða kennarasamningana þar til niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslu Kennarasambandsins.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira