Hundruð bíða eftir meðferð 15. október 2004 00:01 Fleiri hundruð manns bíða eftir meðferð vegna geðsjúkdóma og sumstaðar eru læknar hættir að taka fólk á biðlista, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Samfylkingunni. Heilbrigðisráðherra vísar því á bug að stór hópur þessa fólks sé á götunni. Þingmenn segja ástandið í þessum málum skömm fyrir þjóðfélagið og að nær væri að setja fjármuni í það heldur en að byggja „montbústað“ fyrir sendiherra landsins í Berlín. Ásta Ragnheiður ræddi stöðu geðsjúkra og þjónustu við þá utan dagskrár á Alþingi í dag. Áhugasamir um málið mættu á þingpalla til að fylgjast með. Hún sagði pott víða brotinn í þessum efnum og að stefnleysi ríkti og á sama tíma fjölgaði í þessum hópi. Hún sagði að algeng bið eftir tíma hjá geðlækni væri 3-5 mánuðir. 380 manns með geðrænan vanda bíða nú eftir meðferð á Reykjalundi að sögn Ástu Ragnheiðar. Biðin er rúmlega ár, og raunar lengri, því læknar eru hættir að setja fólk á biðlista. Hún sagði stöðu heimilislausra, mikið geðveikra einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu vera afleita; þeir velkjist um í kerfinu án úrlausnar og séu hættulegir sér og öðrum. Heilbrigðisráðherra minnti á að aðstæður umrædds fólks væru mjög mismunandi og því ekki hægt að alhæfa. Hann sagði grundvöll þjónustunnar góðan og fór svo yfir aukin fjárframlög ríkisins til geðheilbrigðismála. Hann vísaði ennfremur á bug fullyrðingum um að hundruð manna ráfi um götur höfuðborgarinnar, án þess að fá viðeigandi meðferð. Ráðherra benti á að um áramót taki lokuð geðdeild, fyrir þá sem gætu verið hættulegir, til starfa á Kleppi. Guðmundur Árni Stefánsson sagði það til skammar hvernig búið er að geðfötluðum og Ögmundur Jónasson sagði að þessi mál ætti að ræða daglega á Alþingi þar til ástandið verður bætt. Ögmundur sagði að rúmum á geðdeildum væri nú fækkað til þess að ríkisstjórnin eigi fyrir gæluverkefnum sínum, t.d. að byggja „montbústað“ fyrir sendiherrann í Berlín fyrir 250 milljónir. Því mótmælti hann harðlega. Fréttir Innlent Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira
Fleiri hundruð manns bíða eftir meðferð vegna geðsjúkdóma og sumstaðar eru læknar hættir að taka fólk á biðlista, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Samfylkingunni. Heilbrigðisráðherra vísar því á bug að stór hópur þessa fólks sé á götunni. Þingmenn segja ástandið í þessum málum skömm fyrir þjóðfélagið og að nær væri að setja fjármuni í það heldur en að byggja „montbústað“ fyrir sendiherra landsins í Berlín. Ásta Ragnheiður ræddi stöðu geðsjúkra og þjónustu við þá utan dagskrár á Alþingi í dag. Áhugasamir um málið mættu á þingpalla til að fylgjast með. Hún sagði pott víða brotinn í þessum efnum og að stefnleysi ríkti og á sama tíma fjölgaði í þessum hópi. Hún sagði að algeng bið eftir tíma hjá geðlækni væri 3-5 mánuðir. 380 manns með geðrænan vanda bíða nú eftir meðferð á Reykjalundi að sögn Ástu Ragnheiðar. Biðin er rúmlega ár, og raunar lengri, því læknar eru hættir að setja fólk á biðlista. Hún sagði stöðu heimilislausra, mikið geðveikra einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu vera afleita; þeir velkjist um í kerfinu án úrlausnar og séu hættulegir sér og öðrum. Heilbrigðisráðherra minnti á að aðstæður umrædds fólks væru mjög mismunandi og því ekki hægt að alhæfa. Hann sagði grundvöll þjónustunnar góðan og fór svo yfir aukin fjárframlög ríkisins til geðheilbrigðismála. Hann vísaði ennfremur á bug fullyrðingum um að hundruð manna ráfi um götur höfuðborgarinnar, án þess að fá viðeigandi meðferð. Ráðherra benti á að um áramót taki lokuð geðdeild, fyrir þá sem gætu verið hættulegir, til starfa á Kleppi. Guðmundur Árni Stefánsson sagði það til skammar hvernig búið er að geðfötluðum og Ögmundur Jónasson sagði að þessi mál ætti að ræða daglega á Alþingi þar til ástandið verður bætt. Ögmundur sagði að rúmum á geðdeildum væri nú fækkað til þess að ríkisstjórnin eigi fyrir gæluverkefnum sínum, t.d. að byggja „montbústað“ fyrir sendiherrann í Berlín fyrir 250 milljónir. Því mótmælti hann harðlega.
Fréttir Innlent Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira