Íhuga að mæta ekki á mánudag 13. nóvember 2004 00:01 Lög voru sett á verkfall kennara í dag. Gerðardómur verður skipaður eftir viku takist deilendum ekki að semja fyrir þann tíma. Ríkisstjórnin kom til móts við óskir kennara og gerði breytingar á frumvarpinu. Forysta kennara segir það ekki nóg og að lögin séu ótæk. Stór hluti kennara íhugar enn að mæta ekki til vinnu á mánudaginn. Kennarar stóðu mótmælastöðu við Alþingi í morgun þegar umræðan um frumvarpið sem ætlað er að stöðva kennaraverkfallið hófst. Þeir púuðu hástöfum á stjórnarliða en fögnuðu stjórnarandstæðingum. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, gerði í byrjun fundar grein fyrir breytingum á frumvarpinu. Hann rakti sjónarmið deilenda sem komu á fund nefndarinnar í gærkvöld og boðaði síðan breytingar á frumvarpinu. Hann sagði að lagt yrði til að stytta tímann sem deiluðailar fengju til þess að ná saman yrði styttur til 20. nóvember. Þá sagði Bjarni að ákvarðanir gerðardóms verði bindandi frá gildistöku laganna. Með þessu má segja að komið sé til móts við tvær af meginkröfum kennara, annars vegar að gerðardómur taki sem fyrst til starfa og hins vegar að úrskurður hans verði afturvirkur til þess dags sem kennurum er ætlað að mæta til starfa, það er á mánudaginn kemur. Frumvarpið var loks samþykkt með 28 atkvæðum gegn 21. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir breytingarnar hafa verið spor í rétta átt en er þó ekki sáttur við lögin. Hann segist telja að lögin séu ónothæf og hann sjái ekki að nokkur árangur muni nást með þeim. Þarna vísar Eiríkur til ákvæðis í lögunum sem segir að Gerðardómurinn skuli hafa hliðsjón af almennri þróun á vinnumarkaði frá gerð síðasta kjarasamnings kennara. Stjórnarandstaðan tók einarða afstöðu gegn frumvarpinu. Bryndís Hlöðversdóttir sagði lagasetninguna einungis skjóta vandanum á frest, auk þess sem báðir deiluaðilar væru andsnúnir þessari lausn. Kolbrún Halldórsdóttir sagðist sannfærð um að aldrei ætti að skipa um kjör með lögum. Eiríkur segir að samninganefnd kennara hafi fundað þegar eftir að lögin voru sett. Hann segir að samþykkt hafi verið að bjóða upp á samninga við hvert sveitarfélag fyrir sig, þar sem launanefndin hefði nú misst réttinn á því að semja við alla. Eiríkur ítrekaði kröfu kennara fyrir allsherjarnefnd um að kennarar fengju eingreiðslu að afloknu verkfalli. Hann segist þó gera sér fullljóst að það sé ekki ríkisins að reiða eingreiðsluna af hendi. Hann segir að það ætti að vera hægt að benda sveitastjórnarmönnum á að það þyrfti að kaupa fólk úr verkfalli og sýna því strax að einhverjar breytingar hefðu orðið. Kennarar hafa fundað vítt og breitt um borg og bæ í dag og samkvæmt heimildum fréttastofu aukast líkur fremur en hitt á að fjölmargir kennarar mæti ekki til vinnu á mánudag. Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Lög voru sett á verkfall kennara í dag. Gerðardómur verður skipaður eftir viku takist deilendum ekki að semja fyrir þann tíma. Ríkisstjórnin kom til móts við óskir kennara og gerði breytingar á frumvarpinu. Forysta kennara segir það ekki nóg og að lögin séu ótæk. Stór hluti kennara íhugar enn að mæta ekki til vinnu á mánudaginn. Kennarar stóðu mótmælastöðu við Alþingi í morgun þegar umræðan um frumvarpið sem ætlað er að stöðva kennaraverkfallið hófst. Þeir púuðu hástöfum á stjórnarliða en fögnuðu stjórnarandstæðingum. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, gerði í byrjun fundar grein fyrir breytingum á frumvarpinu. Hann rakti sjónarmið deilenda sem komu á fund nefndarinnar í gærkvöld og boðaði síðan breytingar á frumvarpinu. Hann sagði að lagt yrði til að stytta tímann sem deiluðailar fengju til þess að ná saman yrði styttur til 20. nóvember. Þá sagði Bjarni að ákvarðanir gerðardóms verði bindandi frá gildistöku laganna. Með þessu má segja að komið sé til móts við tvær af meginkröfum kennara, annars vegar að gerðardómur taki sem fyrst til starfa og hins vegar að úrskurður hans verði afturvirkur til þess dags sem kennurum er ætlað að mæta til starfa, það er á mánudaginn kemur. Frumvarpið var loks samþykkt með 28 atkvæðum gegn 21. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir breytingarnar hafa verið spor í rétta átt en er þó ekki sáttur við lögin. Hann segist telja að lögin séu ónothæf og hann sjái ekki að nokkur árangur muni nást með þeim. Þarna vísar Eiríkur til ákvæðis í lögunum sem segir að Gerðardómurinn skuli hafa hliðsjón af almennri þróun á vinnumarkaði frá gerð síðasta kjarasamnings kennara. Stjórnarandstaðan tók einarða afstöðu gegn frumvarpinu. Bryndís Hlöðversdóttir sagði lagasetninguna einungis skjóta vandanum á frest, auk þess sem báðir deiluaðilar væru andsnúnir þessari lausn. Kolbrún Halldórsdóttir sagðist sannfærð um að aldrei ætti að skipa um kjör með lögum. Eiríkur segir að samninganefnd kennara hafi fundað þegar eftir að lögin voru sett. Hann segir að samþykkt hafi verið að bjóða upp á samninga við hvert sveitarfélag fyrir sig, þar sem launanefndin hefði nú misst réttinn á því að semja við alla. Eiríkur ítrekaði kröfu kennara fyrir allsherjarnefnd um að kennarar fengju eingreiðslu að afloknu verkfalli. Hann segist þó gera sér fullljóst að það sé ekki ríkisins að reiða eingreiðsluna af hendi. Hann segir að það ætti að vera hægt að benda sveitastjórnarmönnum á að það þyrfti að kaupa fólk úr verkfalli og sýna því strax að einhverjar breytingar hefðu orðið. Kennarar hafa fundað vítt og breitt um borg og bæ í dag og samkvæmt heimildum fréttastofu aukast líkur fremur en hitt á að fjölmargir kennarar mæti ekki til vinnu á mánudag.
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira