Öskufallið raskaði flugi 3. nóvember 2004 00:01 Öskufall vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur raskað innanlandsflugi í dag. Öskufallsins hefur orðið vart víða um austan- og norðaustanvert landið og eru búfjáreigendur hvattir til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu. Áhrifa öskufallsins gætir víðar en hér á landi því það hefur líka truflað flug í Norður-Noregi og Svíþjóð. Öskufallið í dag varð þess valdandi að tvær flugvélar á leið til Akureyrar urðu að lenda á Sauðárkróki fyrr í dag og vélar á leið til Hafnar og Egilsstaða þurftu að taka á sig krók og fara suður fyrir gosið. Tvær flugvélar fóru svo alla leið til Akureyrar eftir hádegið með sjónflugi. Ekkert var flogið þangað eftir klukkan þrjú. Öskufalls varð vart á fjölmörgum stöðum í dag og í nótt. Þar á meðal eru Axarfjörður, Fnjóskadalur, Þistilfjörður, Aðaldalur, Mánarbakki, Kelduhverfi, Langanes, Vopnafjörður og Mývatnssveit. Á Akureyri og Egilsstöðum var einnig tilkynnt um öskufall en það virðist hafa verið í minna lagi. Í gær varð mikið öskufall í Möðrudal þar sem naumlega tókst að bjarga sauðfé og hrossum, áður en snjór varð kolsvartur af ösku. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir hefur hvatt búfjáreigendur til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu og ráðleggur þeim að hýsa búfé, verði vart við öskufall, vegna hættu á flúoreitrun. Áhrifa gjóskunnar gætir út fyrir landssteinana því að flug í Norður-Noregi og Svíþjóð truflaðist aðeins í dag vegna öskufallsins. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa flugumferðarstjórnar, hefðu áhrifin orðið mun meiri á alþjóðaflug ef vindar hefðu staðið öðruvísi en var í dag. Búist er við því að vindáttin snúist í nótt. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Öskufall vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur raskað innanlandsflugi í dag. Öskufallsins hefur orðið vart víða um austan- og norðaustanvert landið og eru búfjáreigendur hvattir til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu. Áhrifa öskufallsins gætir víðar en hér á landi því það hefur líka truflað flug í Norður-Noregi og Svíþjóð. Öskufallið í dag varð þess valdandi að tvær flugvélar á leið til Akureyrar urðu að lenda á Sauðárkróki fyrr í dag og vélar á leið til Hafnar og Egilsstaða þurftu að taka á sig krók og fara suður fyrir gosið. Tvær flugvélar fóru svo alla leið til Akureyrar eftir hádegið með sjónflugi. Ekkert var flogið þangað eftir klukkan þrjú. Öskufalls varð vart á fjölmörgum stöðum í dag og í nótt. Þar á meðal eru Axarfjörður, Fnjóskadalur, Þistilfjörður, Aðaldalur, Mánarbakki, Kelduhverfi, Langanes, Vopnafjörður og Mývatnssveit. Á Akureyri og Egilsstöðum var einnig tilkynnt um öskufall en það virðist hafa verið í minna lagi. Í gær varð mikið öskufall í Möðrudal þar sem naumlega tókst að bjarga sauðfé og hrossum, áður en snjór varð kolsvartur af ösku. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir hefur hvatt búfjáreigendur til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu og ráðleggur þeim að hýsa búfé, verði vart við öskufall, vegna hættu á flúoreitrun. Áhrifa gjóskunnar gætir út fyrir landssteinana því að flug í Norður-Noregi og Svíþjóð truflaðist aðeins í dag vegna öskufallsins. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa flugumferðarstjórnar, hefðu áhrifin orðið mun meiri á alþjóðaflug ef vindar hefðu staðið öðruvísi en var í dag. Búist er við því að vindáttin snúist í nótt.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira