Lýðræðið á undanhaldi 3. nóvember 2004 00:01 Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi þingmaður Kvennalistans, kynnti á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gær fyrstu niðurstöður svokallaðrar lýðræðisnefndar sem skipuð var í upphafi þessa árs. Ýmsar niðurstöður hópsins hafa vakið athygli og þá ekki síst að Norðurlandabúar bera minna traust til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka en áður og birtist það meðal annars í því að skráðum félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað mjög í nokkrum landanna. Krístin Ástgeirsdóttir segir sérstaklega umhugsunarvert að skoða stöðu stjórnmálaflokkanna á Norðurlöndum. "Það virðist vera sterk tilhneiging til þess að sífellt færri komi að því að móta stefnuna, taka ákvarðanir og velja frambjóðendur. Við erum reyndar ekki komin jafn langt í þessu og aðrar Norðurlandaþjóðir en við sjáum tilhneiginguna hér." Eitt af þeim atriðum sem lýðræðishópurinn beinir sjónum sínum að er hve félögum í stjórnmálaflokkunum hefur fækkað. "Ástæðan er ekki síst sú hve verkalýðsfélögin og jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndunum, þessar stóru fjöldahreyfingar, hafa mikið látið á sjá. Félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað og dregið úr virkni þeirra." Á sama tíma og félögum í flokkunum fækkar, vex einsmáls-hreyfingum ásmegin, til dæmis fjöldahreyfingum í umhverfismálum, kvenréttindum og í skipulagsmálum. "Pólitísk virkni fólks hefur ekki minnkað, en hún hefur breyst." "Þetta er umhugsunarefni því stjórnmálaflokkarnir hafa verið kjölfestan í okkar lýðræði og undirstaða fulltrúalýðræðisins. En það eru til aðrar leiðir og við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig bregðast eigi við." Kristín bendir á að Svíar hafi gengið svo langt að stofna sérstakt lýðræðisráðuneyti. Tillögur lýðræðisnefndarinnar liggja ekki fyrir, fyrr en um áramót. En ein tillagan hnígur í þá átt að Norðurlöndin skilgreini lýðræði sem viðfangsefni og móti stefnu sem taki til stjórnmálaflokka, félags- og lýðræðisþátttöku og tækni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi þingmaður Kvennalistans, kynnti á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gær fyrstu niðurstöður svokallaðrar lýðræðisnefndar sem skipuð var í upphafi þessa árs. Ýmsar niðurstöður hópsins hafa vakið athygli og þá ekki síst að Norðurlandabúar bera minna traust til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka en áður og birtist það meðal annars í því að skráðum félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað mjög í nokkrum landanna. Krístin Ástgeirsdóttir segir sérstaklega umhugsunarvert að skoða stöðu stjórnmálaflokkanna á Norðurlöndum. "Það virðist vera sterk tilhneiging til þess að sífellt færri komi að því að móta stefnuna, taka ákvarðanir og velja frambjóðendur. Við erum reyndar ekki komin jafn langt í þessu og aðrar Norðurlandaþjóðir en við sjáum tilhneiginguna hér." Eitt af þeim atriðum sem lýðræðishópurinn beinir sjónum sínum að er hve félögum í stjórnmálaflokkunum hefur fækkað. "Ástæðan er ekki síst sú hve verkalýðsfélögin og jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndunum, þessar stóru fjöldahreyfingar, hafa mikið látið á sjá. Félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað og dregið úr virkni þeirra." Á sama tíma og félögum í flokkunum fækkar, vex einsmáls-hreyfingum ásmegin, til dæmis fjöldahreyfingum í umhverfismálum, kvenréttindum og í skipulagsmálum. "Pólitísk virkni fólks hefur ekki minnkað, en hún hefur breyst." "Þetta er umhugsunarefni því stjórnmálaflokkarnir hafa verið kjölfestan í okkar lýðræði og undirstaða fulltrúalýðræðisins. En það eru til aðrar leiðir og við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig bregðast eigi við." Kristín bendir á að Svíar hafi gengið svo langt að stofna sérstakt lýðræðisráðuneyti. Tillögur lýðræðisnefndarinnar liggja ekki fyrir, fyrr en um áramót. En ein tillagan hnígur í þá átt að Norðurlöndin skilgreini lýðræði sem viðfangsefni og móti stefnu sem taki til stjórnmálaflokka, félags- og lýðræðisþátttöku og tækni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira