Fagna ummælum ráðherra 14. júlí 2004 00:01 Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, fagna bæði ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að ekki beri að innheimta skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. "Það eru margir í Háskólanum sammála þessari afstöðu að það sé rétt að vera ekki að taka upp skólagjöld í grunnnáminu en það horfi öðruvísi við varðandi meistara- og doktorsnámið," segir Páll Skúlason rektor. Hann segir að eina tillagan sem hafi verið lögð fram um skólagjöld í Háskólanum sé tillaga frá viðskipta- og hagfræðideild um að óskað verði heimildar til upptöku skólagjalda í framhaldsnámi. "Við höfum frestað þeirri umræðu og núna kemur ráðherrann með þessa skoðun sem er ákveðin vísbending," segir hann. Jarþrúður segir ummæli ráðherrans vera áfangasigur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands sem hafi beitt sér af hörku gegn skólagjöldum. "Við höfum komið með málefnaleg rök í umræðuna, bent á lausnir sem gætu tryggt skólanum eðlilegan rekstrargrundvöll," segir hún. "Við teljum okkur hafa náð eyrum ráðamanna í málinu. Það hefði verið mjög einfalt og auðvelt fyrir okkur að heimta bara meiri peninga í málaflokkinn en við teljum að Stúdentaráð, undir forystu Vöku, hafi nálgast málið af meiri ábyrgð en áður og komið fram bæði með hugmyndir og rök máli okkar til stuðnings," segir Jarþrúður. Hún segir að næsta skref sé að skoða það sem koma muni út úr sérstakri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Jarþrúður segir að á undanförnum árum hafi Háskóli Íslands þurft að mæta síauknum fjölda nemenda með óbreytt fjármagn frá ríkinu. "Ásamt því að bæta rekstrarumhverfið þarf að skoða innviði skólans og fara ofan í hvernig hægt er að standa enn betur að rekstri skólans," segir hún. Hún leggur einnig áherslu á að Háskóli Íslands leiti leiða til þess að auka tekjur sínar. "Við höfum haldið því fram að Háskólinn og háskólafólk eigi að hugsa í lausnum en ekki vandamálum og við teljum að innan öflugs rannsóknarháskóla séu tækifæri til að skapa verðmæti sem hugsanlega gætu nýst Háskóla Íslands betur til tekjuöflunar. Þannig yrðu markmið um sjálfstæði skólans, bæði akademísks og fjárhagslegs, að veruleika," segir Jarþrúður Ásmundsdóttir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, fagna bæði ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að ekki beri að innheimta skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. "Það eru margir í Háskólanum sammála þessari afstöðu að það sé rétt að vera ekki að taka upp skólagjöld í grunnnáminu en það horfi öðruvísi við varðandi meistara- og doktorsnámið," segir Páll Skúlason rektor. Hann segir að eina tillagan sem hafi verið lögð fram um skólagjöld í Háskólanum sé tillaga frá viðskipta- og hagfræðideild um að óskað verði heimildar til upptöku skólagjalda í framhaldsnámi. "Við höfum frestað þeirri umræðu og núna kemur ráðherrann með þessa skoðun sem er ákveðin vísbending," segir hann. Jarþrúður segir ummæli ráðherrans vera áfangasigur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands sem hafi beitt sér af hörku gegn skólagjöldum. "Við höfum komið með málefnaleg rök í umræðuna, bent á lausnir sem gætu tryggt skólanum eðlilegan rekstrargrundvöll," segir hún. "Við teljum okkur hafa náð eyrum ráðamanna í málinu. Það hefði verið mjög einfalt og auðvelt fyrir okkur að heimta bara meiri peninga í málaflokkinn en við teljum að Stúdentaráð, undir forystu Vöku, hafi nálgast málið af meiri ábyrgð en áður og komið fram bæði með hugmyndir og rök máli okkar til stuðnings," segir Jarþrúður. Hún segir að næsta skref sé að skoða það sem koma muni út úr sérstakri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Jarþrúður segir að á undanförnum árum hafi Háskóli Íslands þurft að mæta síauknum fjölda nemenda með óbreytt fjármagn frá ríkinu. "Ásamt því að bæta rekstrarumhverfið þarf að skoða innviði skólans og fara ofan í hvernig hægt er að standa enn betur að rekstri skólans," segir hún. Hún leggur einnig áherslu á að Háskóli Íslands leiti leiða til þess að auka tekjur sínar. "Við höfum haldið því fram að Háskólinn og háskólafólk eigi að hugsa í lausnum en ekki vandamálum og við teljum að innan öflugs rannsóknarháskóla séu tækifæri til að skapa verðmæti sem hugsanlega gætu nýst Háskóla Íslands betur til tekjuöflunar. Þannig yrðu markmið um sjálfstæði skólans, bæði akademísks og fjárhagslegs, að veruleika," segir Jarþrúður Ásmundsdóttir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira