Ráðherra harðorður um Hæstarétt 24. september 2004 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fór hörðum orðum um Hæstarétt í ræðu á málþingi Lögfræðingafélags Íslands um eftirlit með störfum stjórnvalda. Björn fjallaði um hvort ástæða væri til að setja á fót stjórnsýsludómstól og tiltók þrjá dóma þar sem honum þótti Hæstiréttur hafa gert afdrifarík mistök. Björn sagði fyllilega réttmætt að velta fyrir sér hvort setja þyrfti á fót stjórnsýsludómstól enda væru fingurbrjótar Hæstaréttar áberandi og sumir alvarlegri en aðrir. "Sumum þeirra hefur ríkisstjórnin meira að segja neyðst til að bregðast við með því að leita eftir sérstakri lagasetningu til að draga úr fordæmisgildi dóma, þegar þeir hafa gengið þvert á allt, sem viðtekið hefur verið í stjórnsýslurétti eftir hefðbundum lögskýringaraðferðum." Einn dómanna sem Björn tiltók var á þá leið að ólöglegt hefði verið að flytja starfsemi Landmælinga Íslands til Akraness, svokallaður Stjörnugríssdómur sem var á þá leið að umfjöllun starfsmanna umhverfisráðuneytis hefði gert ráðherra vanhæfan til að úrskurða í málinu var annar og sá þriðji var á þá leið að minnisblað ríkisstjórnarinnar til nefndar sem fjallaði um öryrkjadóm væri opinbert plagg. Um þann dóm sagði Björn meðal annars: "Þennan dóm nefni ég hér vegna þess, að hann dregur öðru betur fram, hvað vanþekking á störfum og starfsháttum stjórnvalda getur brenglað allar forsendur fyrir niðurstöðum dómstóla og haft alvarlegar afleiðingar fyrir lagaframkvæmd á þeim sviðum, sem þær snerta." Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Vinstri grænna, segir viðbrögð Björns harkalegri en dómarnir gefi tilefni til. "Sérstaklega umfjöllun um Stjörnugríssdóm sem ég met að sé alveg hárétt niðurstaða hjá Hæstarétti og byggi á fullkomlega réttu mati á vanhæfisreglum á grundvelli bréfs sem var undirritað fyrir hönd ráðherra. Hin tvö málin voru umdeild," sagði Atli og bætti við: "Það virtist koma fundarmönnum á óvart hvað hann var hatrammur í umtali um þessa dóma." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fór hörðum orðum um Hæstarétt í ræðu á málþingi Lögfræðingafélags Íslands um eftirlit með störfum stjórnvalda. Björn fjallaði um hvort ástæða væri til að setja á fót stjórnsýsludómstól og tiltók þrjá dóma þar sem honum þótti Hæstiréttur hafa gert afdrifarík mistök. Björn sagði fyllilega réttmætt að velta fyrir sér hvort setja þyrfti á fót stjórnsýsludómstól enda væru fingurbrjótar Hæstaréttar áberandi og sumir alvarlegri en aðrir. "Sumum þeirra hefur ríkisstjórnin meira að segja neyðst til að bregðast við með því að leita eftir sérstakri lagasetningu til að draga úr fordæmisgildi dóma, þegar þeir hafa gengið þvert á allt, sem viðtekið hefur verið í stjórnsýslurétti eftir hefðbundum lögskýringaraðferðum." Einn dómanna sem Björn tiltók var á þá leið að ólöglegt hefði verið að flytja starfsemi Landmælinga Íslands til Akraness, svokallaður Stjörnugríssdómur sem var á þá leið að umfjöllun starfsmanna umhverfisráðuneytis hefði gert ráðherra vanhæfan til að úrskurða í málinu var annar og sá þriðji var á þá leið að minnisblað ríkisstjórnarinnar til nefndar sem fjallaði um öryrkjadóm væri opinbert plagg. Um þann dóm sagði Björn meðal annars: "Þennan dóm nefni ég hér vegna þess, að hann dregur öðru betur fram, hvað vanþekking á störfum og starfsháttum stjórnvalda getur brenglað allar forsendur fyrir niðurstöðum dómstóla og haft alvarlegar afleiðingar fyrir lagaframkvæmd á þeim sviðum, sem þær snerta." Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Vinstri grænna, segir viðbrögð Björns harkalegri en dómarnir gefi tilefni til. "Sérstaklega umfjöllun um Stjörnugríssdóm sem ég met að sé alveg hárétt niðurstaða hjá Hæstarétti og byggi á fullkomlega réttu mati á vanhæfisreglum á grundvelli bréfs sem var undirritað fyrir hönd ráðherra. Hin tvö málin voru umdeild," sagði Atli og bætti við: "Það virtist koma fundarmönnum á óvart hvað hann var hatrammur í umtali um þessa dóma."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira