Þrýstingi létt af ríkisstjórninni 17. október 2004 00:01 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, skrifaði undir viljayfirlýsingu sambandsins, félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra um áhersluatriði í samningaviðræðum ríkis og sveitarfélaga án þess að bera hana undir stjórn sambandsins eða fulltrúa sambandsins í svonefndri tekjustofnanefnd. Fjallar sú nefnd meðal annars um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Tekjustofnanefndin hafði ekki komið saman síðan í vor vegna ágreinings fulltrúa ríkisins og sveitarfélaganna um það hvort ástæða væri til að endurskoða tekjuskiptinguna. Viljayfirlýsingin átti að höggva á þann hnút. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kom saman 17. september, sama dag og yfirlýsingin var undirrituð. Þar tilkynnti Vilhjálmur að yfirlýsingin hefði verið undirrituð fyrr um morguninn. Samkvæmt heimildum blaðsins lýstu sumir stjórnarmenn yfir óánægju sinni með þetta á fundinum, þar á meðal Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. Þeir tveir eru fulltrúar sveitarfélaganna í tekjustofnanefndinni. Þótti sumum í stjórninni að yfirlýsingin hefði létt þrýstingi af ríkisstjórninni án þess að styrkja samningsstöðu sveitarfélaganna. Gunnar Svavarsson, formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar, segir að yfirlýsingu sem þessa hefði átt að ræða innan stjórnar sambandsins áður en hún var undirrituð. "Það var mikill núningur á milli ríkisins og sveitarfélaganna eins og sést best á því að tekjustofnanefndin hafði ekki komið saman síðan í vor. Þegar komið var fram á haust og menn sáu að það var að skella á verkfall var vitað að tekjuskiptingin kæmi til umræðu. Þá var viljayfirlýsingin undirrituð til að breiða yfir tregðuna í þessum samskiptum. Það má vera að staða manna í stjórnmálaflokkum sé farin að hafa hamlandi áhrif á forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist hafa kynnt stöðu viðræðna sinna við ráðherrana reglulega fyrir stjórn sambandsins. Síðast hafi verið rætt um viðræðurnar á fundi hennar í ágúst. Þá hafi hann haft náið samráð við fulltrúa sambandsins í tekjustofnanefndinni um framgang málsins. "Í yfirlýsingunni er tekjustofnanefndinni falið að skoða fjárhagslega stöðu þeirra sveitarfélaga sem standa höllum fæti og koma með tillögur til úrbóta. Meðal annars hvort rýmka eigi heimildir sveitarfélaga til nýtingu núverandi tekjustofna og hvort til álita komi að marka þeim nýja tekjustofna." Vilhjálmur segir að yfirlýsingin losi ekki þrýsting af ríkisstjórninni. Miklu fremur megi halda því fram að hún setji pressu á að ríkisstjórnin viðurkenni að tekjustofna sveitarfélaganna þurfi að efla. "Ég þurfti að hafa mikið fyrir því að fá ráðherrana til að samþykkja endurskoðun núverandi tekjuskiptingu. Flestir í stjórn sambandsins voru ánægðir með niðurstöðuna en auðvitað hefði verið best að ná öllu okkar fram. Stjórnin fól mér sem formanni að ná samkomulagi og ég gerði það eftir mikla vinnu. Þessi viljayfirlýsing tengist á engan hátt núverandi kjaradeilu sveitarfélaga og kennara heldur eflingu sveitarstjórnarstigsins sem hófst á síðasta ári." Fréttir Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, skrifaði undir viljayfirlýsingu sambandsins, félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra um áhersluatriði í samningaviðræðum ríkis og sveitarfélaga án þess að bera hana undir stjórn sambandsins eða fulltrúa sambandsins í svonefndri tekjustofnanefnd. Fjallar sú nefnd meðal annars um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Tekjustofnanefndin hafði ekki komið saman síðan í vor vegna ágreinings fulltrúa ríkisins og sveitarfélaganna um það hvort ástæða væri til að endurskoða tekjuskiptinguna. Viljayfirlýsingin átti að höggva á þann hnút. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kom saman 17. september, sama dag og yfirlýsingin var undirrituð. Þar tilkynnti Vilhjálmur að yfirlýsingin hefði verið undirrituð fyrr um morguninn. Samkvæmt heimildum blaðsins lýstu sumir stjórnarmenn yfir óánægju sinni með þetta á fundinum, þar á meðal Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. Þeir tveir eru fulltrúar sveitarfélaganna í tekjustofnanefndinni. Þótti sumum í stjórninni að yfirlýsingin hefði létt þrýstingi af ríkisstjórninni án þess að styrkja samningsstöðu sveitarfélaganna. Gunnar Svavarsson, formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar, segir að yfirlýsingu sem þessa hefði átt að ræða innan stjórnar sambandsins áður en hún var undirrituð. "Það var mikill núningur á milli ríkisins og sveitarfélaganna eins og sést best á því að tekjustofnanefndin hafði ekki komið saman síðan í vor. Þegar komið var fram á haust og menn sáu að það var að skella á verkfall var vitað að tekjuskiptingin kæmi til umræðu. Þá var viljayfirlýsingin undirrituð til að breiða yfir tregðuna í þessum samskiptum. Það má vera að staða manna í stjórnmálaflokkum sé farin að hafa hamlandi áhrif á forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist hafa kynnt stöðu viðræðna sinna við ráðherrana reglulega fyrir stjórn sambandsins. Síðast hafi verið rætt um viðræðurnar á fundi hennar í ágúst. Þá hafi hann haft náið samráð við fulltrúa sambandsins í tekjustofnanefndinni um framgang málsins. "Í yfirlýsingunni er tekjustofnanefndinni falið að skoða fjárhagslega stöðu þeirra sveitarfélaga sem standa höllum fæti og koma með tillögur til úrbóta. Meðal annars hvort rýmka eigi heimildir sveitarfélaga til nýtingu núverandi tekjustofna og hvort til álita komi að marka þeim nýja tekjustofna." Vilhjálmur segir að yfirlýsingin losi ekki þrýsting af ríkisstjórninni. Miklu fremur megi halda því fram að hún setji pressu á að ríkisstjórnin viðurkenni að tekjustofna sveitarfélaganna þurfi að efla. "Ég þurfti að hafa mikið fyrir því að fá ráðherrana til að samþykkja endurskoðun núverandi tekjuskiptingu. Flestir í stjórn sambandsins voru ánægðir með niðurstöðuna en auðvitað hefði verið best að ná öllu okkar fram. Stjórnin fól mér sem formanni að ná samkomulagi og ég gerði það eftir mikla vinnu. Þessi viljayfirlýsing tengist á engan hátt núverandi kjaradeilu sveitarfélaga og kennara heldur eflingu sveitarstjórnarstigsins sem hófst á síðasta ári."
Fréttir Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira