Ræðum við þá sem setja verðmiðana 2. desember 2004 00:01 Karlar í heilbrigðishópi Starfsmannafélags ríkisstofnana hafa 29,5 prósentum hærri heildartekjur á mánuði en konur miðað við greiðslur í júní í fyrra. Karlarnir höfðu þá 494.874 krónur á mánuði en konurnar 348.851. Í dagvinnulaun höfðu karlarnir hinsvegar 142.810 meðan konurnar voru með 146.229 krónur. Það er því greinilegt að þarna skiptir yfirvinnan öllu máli. Í skrifstofuhópi er munurinn 19 prósent og í tæknihópi er hann minnstur eða aðeins 9,1 prósent. Ef litið er á alla félaga í Starfsmannafélagi ríkisstofnana þá hafa karlarnir 20 prósentum hærri tekjur en konurnar miðað við sama tíma. Heildartekjur karlanna eru tæpar 244 þúsund krónur meðan konurnar hafa rúmar 195 þúsund. Dagvinnulaunin eru hinsvegar rúmar 165 þúsund hjá körlunum og 153 þúsund hjá konunum. Þetta kemur fram í fréttariti kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna. Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að launamunurinn komi ekki á óvart. Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar hafi komið fram að almennur launamunur sé hjá hinu opinbera upp á 12-15 prósent. "Við höfum hlustað á yfirlýsingar félagsmálaráðherra í átta til tíu ár um að þessu þyrfti að útrýma. Nú finnst okkur kominn tími til að ræða þetta á vettvangi þar sem verðmætamat starfsins liggur. Ef þetta er ekki leyfilegt samkvæmt lögum þá er eitthvert viðhorf í gangi í þjóðfélaginu sem ekki hefur tekist að útrýma. Við þurfum að ræða þetta við þá sem setja verðmiða á störfin," segir hann. Um 4.000 eru í Starfsmannafélagi ríkisstofnana, karlarnir eru um 1.200 talsins og konurnar 2.700. Leiðrétting á launamuni kynjanna er í kröfugerð félagsins. Launamunurinn er einna mestur hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana af þeim sem kjarakönnun KOS nær til en hann er líka yfir 20 prósent hjá BSRB, RÚV, lögreglumönnum, tollvörðum, flugumferðarstjórum og háskólamönnum hjá Reykjavíkurborg. Áður hefur verið greint frá því að launamunur sé um 30 prósent hjá starfsmönnum Stjórnarráðsins. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Karlar í heilbrigðishópi Starfsmannafélags ríkisstofnana hafa 29,5 prósentum hærri heildartekjur á mánuði en konur miðað við greiðslur í júní í fyrra. Karlarnir höfðu þá 494.874 krónur á mánuði en konurnar 348.851. Í dagvinnulaun höfðu karlarnir hinsvegar 142.810 meðan konurnar voru með 146.229 krónur. Það er því greinilegt að þarna skiptir yfirvinnan öllu máli. Í skrifstofuhópi er munurinn 19 prósent og í tæknihópi er hann minnstur eða aðeins 9,1 prósent. Ef litið er á alla félaga í Starfsmannafélagi ríkisstofnana þá hafa karlarnir 20 prósentum hærri tekjur en konurnar miðað við sama tíma. Heildartekjur karlanna eru tæpar 244 þúsund krónur meðan konurnar hafa rúmar 195 þúsund. Dagvinnulaunin eru hinsvegar rúmar 165 þúsund hjá körlunum og 153 þúsund hjá konunum. Þetta kemur fram í fréttariti kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna. Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að launamunurinn komi ekki á óvart. Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar hafi komið fram að almennur launamunur sé hjá hinu opinbera upp á 12-15 prósent. "Við höfum hlustað á yfirlýsingar félagsmálaráðherra í átta til tíu ár um að þessu þyrfti að útrýma. Nú finnst okkur kominn tími til að ræða þetta á vettvangi þar sem verðmætamat starfsins liggur. Ef þetta er ekki leyfilegt samkvæmt lögum þá er eitthvert viðhorf í gangi í þjóðfélaginu sem ekki hefur tekist að útrýma. Við þurfum að ræða þetta við þá sem setja verðmiða á störfin," segir hann. Um 4.000 eru í Starfsmannafélagi ríkisstofnana, karlarnir eru um 1.200 talsins og konurnar 2.700. Leiðrétting á launamuni kynjanna er í kröfugerð félagsins. Launamunurinn er einna mestur hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana af þeim sem kjarakönnun KOS nær til en hann er líka yfir 20 prósent hjá BSRB, RÚV, lögreglumönnum, tollvörðum, flugumferðarstjórum og háskólamönnum hjá Reykjavíkurborg. Áður hefur verið greint frá því að launamunur sé um 30 prósent hjá starfsmönnum Stjórnarráðsins.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira