Ræðum við þá sem setja verðmiðana 2. desember 2004 00:01 Karlar í heilbrigðishópi Starfsmannafélags ríkisstofnana hafa 29,5 prósentum hærri heildartekjur á mánuði en konur miðað við greiðslur í júní í fyrra. Karlarnir höfðu þá 494.874 krónur á mánuði en konurnar 348.851. Í dagvinnulaun höfðu karlarnir hinsvegar 142.810 meðan konurnar voru með 146.229 krónur. Það er því greinilegt að þarna skiptir yfirvinnan öllu máli. Í skrifstofuhópi er munurinn 19 prósent og í tæknihópi er hann minnstur eða aðeins 9,1 prósent. Ef litið er á alla félaga í Starfsmannafélagi ríkisstofnana þá hafa karlarnir 20 prósentum hærri tekjur en konurnar miðað við sama tíma. Heildartekjur karlanna eru tæpar 244 þúsund krónur meðan konurnar hafa rúmar 195 þúsund. Dagvinnulaunin eru hinsvegar rúmar 165 þúsund hjá körlunum og 153 þúsund hjá konunum. Þetta kemur fram í fréttariti kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna. Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að launamunurinn komi ekki á óvart. Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar hafi komið fram að almennur launamunur sé hjá hinu opinbera upp á 12-15 prósent. "Við höfum hlustað á yfirlýsingar félagsmálaráðherra í átta til tíu ár um að þessu þyrfti að útrýma. Nú finnst okkur kominn tími til að ræða þetta á vettvangi þar sem verðmætamat starfsins liggur. Ef þetta er ekki leyfilegt samkvæmt lögum þá er eitthvert viðhorf í gangi í þjóðfélaginu sem ekki hefur tekist að útrýma. Við þurfum að ræða þetta við þá sem setja verðmiða á störfin," segir hann. Um 4.000 eru í Starfsmannafélagi ríkisstofnana, karlarnir eru um 1.200 talsins og konurnar 2.700. Leiðrétting á launamuni kynjanna er í kröfugerð félagsins. Launamunurinn er einna mestur hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana af þeim sem kjarakönnun KOS nær til en hann er líka yfir 20 prósent hjá BSRB, RÚV, lögreglumönnum, tollvörðum, flugumferðarstjórum og háskólamönnum hjá Reykjavíkurborg. Áður hefur verið greint frá því að launamunur sé um 30 prósent hjá starfsmönnum Stjórnarráðsins. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Karlar í heilbrigðishópi Starfsmannafélags ríkisstofnana hafa 29,5 prósentum hærri heildartekjur á mánuði en konur miðað við greiðslur í júní í fyrra. Karlarnir höfðu þá 494.874 krónur á mánuði en konurnar 348.851. Í dagvinnulaun höfðu karlarnir hinsvegar 142.810 meðan konurnar voru með 146.229 krónur. Það er því greinilegt að þarna skiptir yfirvinnan öllu máli. Í skrifstofuhópi er munurinn 19 prósent og í tæknihópi er hann minnstur eða aðeins 9,1 prósent. Ef litið er á alla félaga í Starfsmannafélagi ríkisstofnana þá hafa karlarnir 20 prósentum hærri tekjur en konurnar miðað við sama tíma. Heildartekjur karlanna eru tæpar 244 þúsund krónur meðan konurnar hafa rúmar 195 þúsund. Dagvinnulaunin eru hinsvegar rúmar 165 þúsund hjá körlunum og 153 þúsund hjá konunum. Þetta kemur fram í fréttariti kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna. Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að launamunurinn komi ekki á óvart. Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar hafi komið fram að almennur launamunur sé hjá hinu opinbera upp á 12-15 prósent. "Við höfum hlustað á yfirlýsingar félagsmálaráðherra í átta til tíu ár um að þessu þyrfti að útrýma. Nú finnst okkur kominn tími til að ræða þetta á vettvangi þar sem verðmætamat starfsins liggur. Ef þetta er ekki leyfilegt samkvæmt lögum þá er eitthvert viðhorf í gangi í þjóðfélaginu sem ekki hefur tekist að útrýma. Við þurfum að ræða þetta við þá sem setja verðmiða á störfin," segir hann. Um 4.000 eru í Starfsmannafélagi ríkisstofnana, karlarnir eru um 1.200 talsins og konurnar 2.700. Leiðrétting á launamuni kynjanna er í kröfugerð félagsins. Launamunurinn er einna mestur hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana af þeim sem kjarakönnun KOS nær til en hann er líka yfir 20 prósent hjá BSRB, RÚV, lögreglumönnum, tollvörðum, flugumferðarstjórum og háskólamönnum hjá Reykjavíkurborg. Áður hefur verið greint frá því að launamunur sé um 30 prósent hjá starfsmönnum Stjórnarráðsins.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira