Hæstiréttur gekk fulllangt 29. september 2004 00:01 Lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson stóðu að mati Hæstaréttar öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni, en ráðherra segir dóminn hafa gengið fulllangt í mati sínu. Geir Haarde, settur dómsmálaráðherra, segir reynslu Jóns Steinars af lögmannsstörfum og málflutningi gera hann hæfastan umsækjenda. Að mati Hæstiréttar stóðu þrír umsækjendur Jóni Steinari framar. Spurður hvort skipan í embætti hæstaréttardomara sé ekki geðþóttaákvörðun ráðherra hverju sinni, og því óþarfi að fá umsögn frá Hæstarétti segir Geir svo ekki vera. Umsögnin geri það einmitt að verkum að ekki sé hægt að taka geðþóttaákvörðun í þessu. Þar sé í fyrsta lagi fjallað um hvort menn séu hæfir yfirleitt og því ekki hægt að skipa óhæfan mann í embættið. Í öðru lagi er í umsögn Hæstaréttar farið út í hæfnismat þar sem Geir telur að gengið sé fulllangt að þessu sinni. Ráðherra segir að vissulega megi gagnrýna það kerfi sem unnið sé eftir við ráðningu dómara, en til að breyta því þurfi jafnframt að breyta lögum. Hann telur sig hafa frjálsar hendur svo lengi sem ákvörðun hans sé málefnalega rökstudd og svo sé. Ráðherra hefur hvort tveggja fengið í hendur greinargerð frá Jóni Steinari um umsögn Hæstaréttar og yfir 120 félagar Jóns Steinars úr lögmannsstétt skrifuðu undir yfirlýsingu honum til stuðnings. Geir segist ekki hafa gert mikið með það og reyndar ekki litið á þá undirskriftarlista sem honum voru sendir. „Ég tel ekki gott í þessu ferli að menn séu að senda mér eða veitingarvaldinu einhverjar áskoranir af þessu tagi,“ segir ráðherra og bætir við að menn verði að fá að vinna svona verk í friði. Aðspurður segist Geir gera ráð fyrir að einhverjir muni gagnrýna skipanina vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn því þá hverfi hann af síðum dagblaðanna og verði ekki áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Jón Steinar Gunnlaugsson, sem tekur við embætti hæstaréttardómara þann 15. október, segist taka við embættisveitingunni með auðmýkt í hjarta og vonar að hann nái að uppfylla þær ríku kröfur sem gerðar eru til embættisins. Fréttir Hæstiréttur Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson stóðu að mati Hæstaréttar öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni, en ráðherra segir dóminn hafa gengið fulllangt í mati sínu. Geir Haarde, settur dómsmálaráðherra, segir reynslu Jóns Steinars af lögmannsstörfum og málflutningi gera hann hæfastan umsækjenda. Að mati Hæstiréttar stóðu þrír umsækjendur Jóni Steinari framar. Spurður hvort skipan í embætti hæstaréttardomara sé ekki geðþóttaákvörðun ráðherra hverju sinni, og því óþarfi að fá umsögn frá Hæstarétti segir Geir svo ekki vera. Umsögnin geri það einmitt að verkum að ekki sé hægt að taka geðþóttaákvörðun í þessu. Þar sé í fyrsta lagi fjallað um hvort menn séu hæfir yfirleitt og því ekki hægt að skipa óhæfan mann í embættið. Í öðru lagi er í umsögn Hæstaréttar farið út í hæfnismat þar sem Geir telur að gengið sé fulllangt að þessu sinni. Ráðherra segir að vissulega megi gagnrýna það kerfi sem unnið sé eftir við ráðningu dómara, en til að breyta því þurfi jafnframt að breyta lögum. Hann telur sig hafa frjálsar hendur svo lengi sem ákvörðun hans sé málefnalega rökstudd og svo sé. Ráðherra hefur hvort tveggja fengið í hendur greinargerð frá Jóni Steinari um umsögn Hæstaréttar og yfir 120 félagar Jóns Steinars úr lögmannsstétt skrifuðu undir yfirlýsingu honum til stuðnings. Geir segist ekki hafa gert mikið með það og reyndar ekki litið á þá undirskriftarlista sem honum voru sendir. „Ég tel ekki gott í þessu ferli að menn séu að senda mér eða veitingarvaldinu einhverjar áskoranir af þessu tagi,“ segir ráðherra og bætir við að menn verði að fá að vinna svona verk í friði. Aðspurður segist Geir gera ráð fyrir að einhverjir muni gagnrýna skipanina vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn því þá hverfi hann af síðum dagblaðanna og verði ekki áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Jón Steinar Gunnlaugsson, sem tekur við embætti hæstaréttardómara þann 15. október, segist taka við embættisveitingunni með auðmýkt í hjarta og vonar að hann nái að uppfylla þær ríku kröfur sem gerðar eru til embættisins.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira