Heimsendakosningar blasa við 1. nóvember 2004 00:01 Heimsendakosningar blasa við í Bandaríkjunum að mati Johns Zogbys, sérfræðings í skoðanakönnunum. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi aldrei verið eins klofnir í afstöðu sinni og nú. Óvissan í þessari kosningabarátttu er meiri en elstu menn muna eftir. Skoðanakannanafrömuðurinn John Zogby segir ákaflega erfitt að spá í spilin. Annar frambjóðandinn hafi meðbyr í tvo daga en þegar Zogby búist við þriðja deginum af meðbyr, til að hann fái skýra mynd af því sem sé að gerast, hverfi meðbyrinn og fer til andstæðingsins. Zogby segir að ólíkt fyrri árum virðist þetta vera miðaldra kjósendur. „Ólíkt því sem almennt er talið, og því sem ég hef talið, hafa þessir óákveðnu kjósendur sagt okkur að áður fyrr hafi þeir verið ákveðnir. Þeir sögðust líka fylgjast vel með og gátu sagt til um afstöðu hvors frambjóðanda í ýmsum málum,“ segir Zogby. Óákveðnum kjósendum líkar vel við Bush og segja hann traustan leiðtoga. Þeir eru á því að hann hafi sterka siðferðiskennd og sterk fjölskyldugildi. En óákveðnir eru andsnúnir stríðinu í Írak og hvernig Bandaríkin blönduðust inn í það. Óákveðnum líkar einnig vel við Kerry og telja hann nægilega traustan og hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Þeir eru sammála honum í lykilmálaflokkum en eru hins vegar ekki vissir um hvort hægt sé að treysta honum og eru á því að hann hagi seglum um of eftir vindi. Að sögn Zogbys er aðeins einn af hverjumn fimm óákveðnum á því að forsetinn eigi skilið að vera endurkosinn. 30-40% segja að það sé kominn tími til að fá einhvern nýjan en helmingur er ekki viss. „Forsetinn hefur forystu í einu lykilmáli - stríðinu gegn hryðjuverkum. Þar hefur hann mikið forskot á Kerry. Í öðrum fjórum málum hefir Kerry forystu sem nemur tugum prósenta,“ segir Zogby. Sé litið til sögunnar og stöðunnar í dag má draga þá ályktun að Bush forseti sé í vanda. Zogby segir að ef sitjandi forseti fái undir 50% í skoðanakönnunum og hafi minna en 10% forskot tapi hann í sjö af hverjum tíu skiptum. Hann segist kalla þessar kosningar heimsendakosningar því báðar fylkingarnar segi að ef hin fylkingin vinni þýði það endalok heimsins eins og við þekkjum hann. Að sögn Zogby hefur munurinn staðið tæpt áður en sjaldan eða aldrei hafi þjóðin verið svona klofin, reið og ófús til að sætta sig við sigurvegara sem vinnur nauman sigur, þ.e. ef það er andstæðingurinn. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Heimsendakosningar blasa við í Bandaríkjunum að mati Johns Zogbys, sérfræðings í skoðanakönnunum. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi aldrei verið eins klofnir í afstöðu sinni og nú. Óvissan í þessari kosningabarátttu er meiri en elstu menn muna eftir. Skoðanakannanafrömuðurinn John Zogby segir ákaflega erfitt að spá í spilin. Annar frambjóðandinn hafi meðbyr í tvo daga en þegar Zogby búist við þriðja deginum af meðbyr, til að hann fái skýra mynd af því sem sé að gerast, hverfi meðbyrinn og fer til andstæðingsins. Zogby segir að ólíkt fyrri árum virðist þetta vera miðaldra kjósendur. „Ólíkt því sem almennt er talið, og því sem ég hef talið, hafa þessir óákveðnu kjósendur sagt okkur að áður fyrr hafi þeir verið ákveðnir. Þeir sögðust líka fylgjast vel með og gátu sagt til um afstöðu hvors frambjóðanda í ýmsum málum,“ segir Zogby. Óákveðnum kjósendum líkar vel við Bush og segja hann traustan leiðtoga. Þeir eru á því að hann hafi sterka siðferðiskennd og sterk fjölskyldugildi. En óákveðnir eru andsnúnir stríðinu í Írak og hvernig Bandaríkin blönduðust inn í það. Óákveðnum líkar einnig vel við Kerry og telja hann nægilega traustan og hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Þeir eru sammála honum í lykilmálaflokkum en eru hins vegar ekki vissir um hvort hægt sé að treysta honum og eru á því að hann hagi seglum um of eftir vindi. Að sögn Zogbys er aðeins einn af hverjumn fimm óákveðnum á því að forsetinn eigi skilið að vera endurkosinn. 30-40% segja að það sé kominn tími til að fá einhvern nýjan en helmingur er ekki viss. „Forsetinn hefur forystu í einu lykilmáli - stríðinu gegn hryðjuverkum. Þar hefur hann mikið forskot á Kerry. Í öðrum fjórum málum hefir Kerry forystu sem nemur tugum prósenta,“ segir Zogby. Sé litið til sögunnar og stöðunnar í dag má draga þá ályktun að Bush forseti sé í vanda. Zogby segir að ef sitjandi forseti fái undir 50% í skoðanakönnunum og hafi minna en 10% forskot tapi hann í sjö af hverjum tíu skiptum. Hann segist kalla þessar kosningar heimsendakosningar því báðar fylkingarnar segi að ef hin fylkingin vinni þýði það endalok heimsins eins og við þekkjum hann. Að sögn Zogby hefur munurinn staðið tæpt áður en sjaldan eða aldrei hafi þjóðin verið svona klofin, reið og ófús til að sætta sig við sigurvegara sem vinnur nauman sigur, þ.e. ef það er andstæðingurinn.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira