Aldrei meira lagt í baráttuna 1. nóvember 2004 00:01 Aldrei í sögu bandarískra stjórnmála hefur verið lagt jafn mikið kapp á að fá almenning á kjörstað og nú er gert. Repúblikanar eru sagðir hafa milljón sjálfboðaliða í því að hvetja fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa George W. Bush Bandaríkjaforseta meðan demókratar hafa í það minnsta 250 þúsund sjálfboðaliða og fjölda starfsmanna til að vinna sama starf fyrir öldungadeildarþingmanninn John Kerry. Þessi áhersla, mikil óvissa um úrslitin og mjög skiptar skoðanir almennings leiða til þess að búist er við því að kjörsókn verði mun meiri en undanfarin ár. Eleanor Clift, stjórnmálaskýrandi Fox fréttastöðvarinnar, spáir því að allt að tíu milljón fleiri einstaklingar kjósi nú en fyrir fjórum árum, 110 til 115 milljónir í stað þeirra 105 milljóna sem greiddu atkvæði þá. Andrew Kohut, sem sér um gerð skoðanakannana hjá Pew stofnuninni bjóst við meiri kjörsókn en í síðustu þremur forsetakosningum og jafnvel hærri en 1992. Þrátt fyrir það má búast við að hátt í helmingur þeirra sem hafa rétt á að kjósa sitji heima. Samkvæmt könnun Marist stofnunarinnar er mun meiri áhugi fyrir þessum kosningum en síðustu forsetakosningum. Þá sögðust 58 prósent skráðra kjósenda mjög áhugasamir um kosningarnar en í ár er það hlutfall komið upp í 74 prósent. Frambjóðendurnir hafa líka mikla trú á kjörsókn. John Kerry spáði því í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina að metkjörsókn yrði í kosningunum í ár. Að því er fram kemur í Washington Post hringja kosningastjórnir frambjóðendanna, hvor fyrir sig, daglega í 400 þúsund manns í Ohio-ríki einu saman. Þar er barist um 20 ríki og samkvæmt könnun Columbus Dispatch munaði aðeins átta svörum á þeim Bush og Kerry í skoðanakönnun þar sem 2.880 manns voru spurðir. Átta svara forskot Kerry er það minnsta í sögu kannana Columbus Dispatch. Bush er sagður verja andvirði tæpum níu milljörðum í að fá fólk á kjörstað, þrefalt meira en fyrir fjórum árum og Kerry rúmum fjórum milljörðum, tvöfalt meira en Al Gore gerði fyrir fjórum árum að sögn Washington Post. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Aldrei í sögu bandarískra stjórnmála hefur verið lagt jafn mikið kapp á að fá almenning á kjörstað og nú er gert. Repúblikanar eru sagðir hafa milljón sjálfboðaliða í því að hvetja fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa George W. Bush Bandaríkjaforseta meðan demókratar hafa í það minnsta 250 þúsund sjálfboðaliða og fjölda starfsmanna til að vinna sama starf fyrir öldungadeildarþingmanninn John Kerry. Þessi áhersla, mikil óvissa um úrslitin og mjög skiptar skoðanir almennings leiða til þess að búist er við því að kjörsókn verði mun meiri en undanfarin ár. Eleanor Clift, stjórnmálaskýrandi Fox fréttastöðvarinnar, spáir því að allt að tíu milljón fleiri einstaklingar kjósi nú en fyrir fjórum árum, 110 til 115 milljónir í stað þeirra 105 milljóna sem greiddu atkvæði þá. Andrew Kohut, sem sér um gerð skoðanakannana hjá Pew stofnuninni bjóst við meiri kjörsókn en í síðustu þremur forsetakosningum og jafnvel hærri en 1992. Þrátt fyrir það má búast við að hátt í helmingur þeirra sem hafa rétt á að kjósa sitji heima. Samkvæmt könnun Marist stofnunarinnar er mun meiri áhugi fyrir þessum kosningum en síðustu forsetakosningum. Þá sögðust 58 prósent skráðra kjósenda mjög áhugasamir um kosningarnar en í ár er það hlutfall komið upp í 74 prósent. Frambjóðendurnir hafa líka mikla trú á kjörsókn. John Kerry spáði því í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina að metkjörsókn yrði í kosningunum í ár. Að því er fram kemur í Washington Post hringja kosningastjórnir frambjóðendanna, hvor fyrir sig, daglega í 400 þúsund manns í Ohio-ríki einu saman. Þar er barist um 20 ríki og samkvæmt könnun Columbus Dispatch munaði aðeins átta svörum á þeim Bush og Kerry í skoðanakönnun þar sem 2.880 manns voru spurðir. Átta svara forskot Kerry er það minnsta í sögu kannana Columbus Dispatch. Bush er sagður verja andvirði tæpum níu milljörðum í að fá fólk á kjörstað, þrefalt meira en fyrir fjórum árum og Kerry rúmum fjórum milljörðum, tvöfalt meira en Al Gore gerði fyrir fjórum árum að sögn Washington Post.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira