Innlent

Einelti á Netinu

Mörg dæmi eru um að unglingar hafi brotnað saman þegar óhróður um þá hefur verið settur á Netið. Þrjár ungar stúlkur hafa nú hafið gagnsókn ásamt umboðsmanni barna.  Þegar stúlkur sem voru í tíunda bekk Hagaskóla kynntu könnun sem þær höfðu gert á einelti á Netinu ákvað Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, að fá þær til liðs við sig í baráttunni gegn þeim óþverra. Stúlkurnar, þær Dóra Sif Ingólfsdóttir, Ásgerður Snævarr og Sunna Örlygsdóttir, tóku að sér að gera plakat sem umboðsmaður barna gefur út. Þær segja talsverðan ótta ríkja meðal unglinga við að lenda á milli tannanna á einhverjum á Netinu. Þar geti jú allir lesið þetta. Ásgerður kveðst vita um eina stelpu sem lenti mjög illa í svona einelti og hún segir þetta engu skárra en hið „venjulega“ einelti.       Fyrsta plakatið var afhent í Hagaskóla í dag en það fer síðan í alla aðra grunnskóla landsins, á bókasöfn og víðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×