Getur ekki flúið fortíðina 18. september 2004 00:01 Formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna furða sig á þeim orðum forsætisráðherra að hann vilji ekki dvelja við í fortíðinni vegna umræðna um hvort innrásin í Írak hafi verið ólögleg heldur horfa til framtíðar. Þeir segja einnig fulla ástæðu til að rannsaka stuðning Íslands við innrásina og ákvarðanatöku um stuðninginn, ekki síst í ljósi orða forsætisráðherra um að íslensk stjórnvöld hafi fengið rangar upplýsingar fyrir innrás. "Það er fáránlegt og út í hött að halda því fram að fortíðin skipti engu máli í þessu sambandi. Það er ekki hægt að styðja innrás í annað land, með þeim skelfilegu afleiðingum sem sú ákvörðun hefur haft fyrir íbúa Írak, og segja svo að fortíðin skipti engu máli," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. "Hún skiptir öllu máli varðandi siðferðilega ábyrgð á þeim óskaplegu hörmungum sem rangar ákvarðanir stjórnmálamanna hafa kallað yfir íbúa Írak." Össur segir yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um rangar upplýsingar þýða að hann hafi verið blekktur til stuðnings við innrás í Írak. Upplýsa þurfi hvernig sú ákvörðun var tekin og hverjir gáfu rangar upplýsingar. "Menn hljóta svo líka að spyrja: Hafi forsætisráðherra verið blekktur til stuðnings með röngum upplýsingum, telur hann þá ekki rökrétt að Ísland verði tekið úr hópi hinna staðföstu þjóða, jafnvel þó það sé líklega aðeins táknræn aðgerð í dag?" "Mér finnst svolítið ódýrt að kasta þessum syndum öllum aftur fyrir sig eins og menn hafi ekki haft neinar ástæður til þess að véfengja þessar upplýsingar eða að minnsta kosti að trúa þeim varlega," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. "Því var nú haldið fram að það væri vart að treysta öllu sem kæmi frá áróðursmaskínum stórveldanna í svona tilvikum." Hann segir fulla þörf á að rannsaka hvernig að ákvarðanatökunni var staðið, líkt og gert hafi verið víða erlendis, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjunum. "Það er svo alvarlegur atburður ef brotið er gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna að það þýðir ekkert að tala um að það sé eitthvað sem er liðið og eigi ekkert að gera með. Slíkt fyrnist ekkert á örfáum misserum," segir Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna furða sig á þeim orðum forsætisráðherra að hann vilji ekki dvelja við í fortíðinni vegna umræðna um hvort innrásin í Írak hafi verið ólögleg heldur horfa til framtíðar. Þeir segja einnig fulla ástæðu til að rannsaka stuðning Íslands við innrásina og ákvarðanatöku um stuðninginn, ekki síst í ljósi orða forsætisráðherra um að íslensk stjórnvöld hafi fengið rangar upplýsingar fyrir innrás. "Það er fáránlegt og út í hött að halda því fram að fortíðin skipti engu máli í þessu sambandi. Það er ekki hægt að styðja innrás í annað land, með þeim skelfilegu afleiðingum sem sú ákvörðun hefur haft fyrir íbúa Írak, og segja svo að fortíðin skipti engu máli," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. "Hún skiptir öllu máli varðandi siðferðilega ábyrgð á þeim óskaplegu hörmungum sem rangar ákvarðanir stjórnmálamanna hafa kallað yfir íbúa Írak." Össur segir yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um rangar upplýsingar þýða að hann hafi verið blekktur til stuðnings við innrás í Írak. Upplýsa þurfi hvernig sú ákvörðun var tekin og hverjir gáfu rangar upplýsingar. "Menn hljóta svo líka að spyrja: Hafi forsætisráðherra verið blekktur til stuðnings með röngum upplýsingum, telur hann þá ekki rökrétt að Ísland verði tekið úr hópi hinna staðföstu þjóða, jafnvel þó það sé líklega aðeins táknræn aðgerð í dag?" "Mér finnst svolítið ódýrt að kasta þessum syndum öllum aftur fyrir sig eins og menn hafi ekki haft neinar ástæður til þess að véfengja þessar upplýsingar eða að minnsta kosti að trúa þeim varlega," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. "Því var nú haldið fram að það væri vart að treysta öllu sem kæmi frá áróðursmaskínum stórveldanna í svona tilvikum." Hann segir fulla þörf á að rannsaka hvernig að ákvarðanatökunni var staðið, líkt og gert hafi verið víða erlendis, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjunum. "Það er svo alvarlegur atburður ef brotið er gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna að það þýðir ekkert að tala um að það sé eitthvað sem er liðið og eigi ekkert að gera með. Slíkt fyrnist ekkert á örfáum misserum," segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira