Síminn ekki seldur með hraði 13. september 2004 00:01 Davíð Oddsson forsætisráðherra segir meintan ágreining stjórnarflokkanna hafa verið "kallaðan fram", lítið beri í milli í helstu málum, svo sem Símamálinu, Evrópumálum, öryrkjamáli og um fjárfestingar í sjávarútvegi þrátt fyrir fréttir fjömiðla um ágreining. Davíð vísar því á bug í viðtali við Fréttablaðið að hætt hafi verið við sölu Símans. "Nei, það er alltof mikið sagt, ég nefndi til sögunnar í viðtali í Morgunblaðiðinu að Ólafur Davíðsson myndi láta af því starfi að vera formaður einkavæðingarnefndar og það kemur nýr fulltrúi inn í nefndina frá mér. Mér finnst eðlilegt að við þessi skipti fái nýr forsætisráðherra og formaður á hans vegum tíma til að móta hlutina. En þetta er verkefni kjörtímabilsins. Það eina sem ég sagði í Morgunblaðinu var að við værum ekki á neinni hraðferð. Við Halldór höfum orðað þetta á sama hátt, held ég, að það sé bundið í stjórnarsáttmálann að klára þetta á kjörtímabilinu og þá miðum við hvenær er hagfelldast fyrir ríkissjóð og alla að klára þá sölu. Það er enginn ágreiningur í þessu máli." Davíð gerði einnig lítið úr mismunandi áherslum stjórnarflokkanna um dreifikerfi Símans. "Ég heyrði haft eftir formanni þingflokks framsóknarmanna að það þyrfti að bæta 200 milljónum í tengingar á grunnnetið til að framsóknarmenn væru sáttir. Þetta getur ekki haft áhrif á sölu Símans upp á 50-70 milljarða hvorum megin þær 200 milljónir liggja. Mannist sýnist þetta vera óskaplega lítill ágreiningur, það getur vel verið að hann eigi eftir að vaxa; ég vona það að verði meira fjör en þetta!" Davíð sat í gær síðasta þingflokksfund sinn sem forsætisráðherra en hann hefur verið í forsæti ríkisstjórnar frá því að hann settist á Alþingi árið 1991 fyrir rúmum 13 árum. Á morgun víkur hann úr stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu og tekur við lyklavöldum í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg. Davíð yfirgefur stjórnarráðið og miðbæinn með mikilli eftirsjá. "Ég var að laga til á Þingvöllum í gær og í skrifborðinu mínu í stjórnarráðinu og í læstum hirslum í gær. Allt tekur þetta á mann því þetta eru mikil tímamót." -Góðar minningar? "Já, mjög margar góðar minningar, ég vann í Iðnó, í Nathans Olsens-húsinu sem nú hýsir Apótekið, Morgunblaðshöllinni, Ingólfsapóteki, Sjúkrasamlaginu í húsinu sem Jón Þorláksson lét reisa við Tryggvagötu og auðvitað þinghúsinu og stjórnarráðinu. Svo útskrifaðist ég úr M.R. Ég hef ekki mælt það en ætli radíusinn sé ekki svona 150 metrar og svo er maður allt í einu kominn upp í sveit! Með fullri virðingu." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Sjá meira
Davíð Oddsson forsætisráðherra segir meintan ágreining stjórnarflokkanna hafa verið "kallaðan fram", lítið beri í milli í helstu málum, svo sem Símamálinu, Evrópumálum, öryrkjamáli og um fjárfestingar í sjávarútvegi þrátt fyrir fréttir fjömiðla um ágreining. Davíð vísar því á bug í viðtali við Fréttablaðið að hætt hafi verið við sölu Símans. "Nei, það er alltof mikið sagt, ég nefndi til sögunnar í viðtali í Morgunblaðiðinu að Ólafur Davíðsson myndi láta af því starfi að vera formaður einkavæðingarnefndar og það kemur nýr fulltrúi inn í nefndina frá mér. Mér finnst eðlilegt að við þessi skipti fái nýr forsætisráðherra og formaður á hans vegum tíma til að móta hlutina. En þetta er verkefni kjörtímabilsins. Það eina sem ég sagði í Morgunblaðinu var að við værum ekki á neinni hraðferð. Við Halldór höfum orðað þetta á sama hátt, held ég, að það sé bundið í stjórnarsáttmálann að klára þetta á kjörtímabilinu og þá miðum við hvenær er hagfelldast fyrir ríkissjóð og alla að klára þá sölu. Það er enginn ágreiningur í þessu máli." Davíð gerði einnig lítið úr mismunandi áherslum stjórnarflokkanna um dreifikerfi Símans. "Ég heyrði haft eftir formanni þingflokks framsóknarmanna að það þyrfti að bæta 200 milljónum í tengingar á grunnnetið til að framsóknarmenn væru sáttir. Þetta getur ekki haft áhrif á sölu Símans upp á 50-70 milljarða hvorum megin þær 200 milljónir liggja. Mannist sýnist þetta vera óskaplega lítill ágreiningur, það getur vel verið að hann eigi eftir að vaxa; ég vona það að verði meira fjör en þetta!" Davíð sat í gær síðasta þingflokksfund sinn sem forsætisráðherra en hann hefur verið í forsæti ríkisstjórnar frá því að hann settist á Alþingi árið 1991 fyrir rúmum 13 árum. Á morgun víkur hann úr stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu og tekur við lyklavöldum í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg. Davíð yfirgefur stjórnarráðið og miðbæinn með mikilli eftirsjá. "Ég var að laga til á Þingvöllum í gær og í skrifborðinu mínu í stjórnarráðinu og í læstum hirslum í gær. Allt tekur þetta á mann því þetta eru mikil tímamót." -Góðar minningar? "Já, mjög margar góðar minningar, ég vann í Iðnó, í Nathans Olsens-húsinu sem nú hýsir Apótekið, Morgunblaðshöllinni, Ingólfsapóteki, Sjúkrasamlaginu í húsinu sem Jón Þorláksson lét reisa við Tryggvagötu og auðvitað þinghúsinu og stjórnarráðinu. Svo útskrifaðist ég úr M.R. Ég hef ekki mælt það en ætli radíusinn sé ekki svona 150 metrar og svo er maður allt í einu kominn upp í sveit! Með fullri virðingu."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Sjá meira