Ísjaki til Parísar 13. september 2004 00:01 Íslendingar geta, þora og vilja, segir Sigríður Snævarr, sendiherra í París, og vonast til að innan tíðar verði þessi staðreynd öllum Frökkum ljós. Þar bindur hún vonir við árangur af umfangsmestu kynningu á Íslandi til þessa, þriggja mánaða vísinda- og menningarhátíð sem hefst í París í lok mánaðarins. Rúmlega tuttugu og tveggja tonna þúsund ára gamall ísjaki úr Jökulsárlóni hefur nú hafið ferð sína til Parísar þar sem hann verður sýndur í tengslum við hátíðahöldin. Hann var hífður upp í dag, fer í skip í kvöld. Siglt verður með hann til Rotterdam og farið svo með hann í bíl til Parísar þangað sem hann á að vera kominn 27. september þegar hátíðin stóra hefst. Sigríður Snævarr, sendiherra Íslands í Frakklandi, segir að hugmyndin sé að setja klakann fyrir framan safnið, sem heitir höll uppgötvananna á íslensku. Hún segir það enga smá upplifun fyrir Parísarbarn að fá að snerta jökul og líklega sé Ísland eina landið sem geti sent jökul til heimsborgarinnar, þar sem allt er til, en enginn ísjaki! Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, segir það ekki hafa gengið þrautalaust fyrir sig að velja jakann, sem til að mynda hafi orðið að rúmast í frystigámi svo eitthvað yrði eftir þegar áfangastað yrði náð. Hann segir að fyrsti ísjakinn hafi verið of lítill, en svo hafi tekist að draga einn mátulegan að landi að lokum, sem þó þurfti að ganga í með keðjusögum og loftpressu, til að rúnna hann til. Það er metnaðarfull dagskrá framundan í París, og vonast aðstandendur til að allt spili þetta saman til að auka hróður landsins í sem víðtækasta skilningi. Sveinn Einarsson, verkefnisstjóri segir að vonir standi til að þetta hafi áhrif á ferðamannastraum til Íslands, enda verði verkefnið kynnt um alla Parísarborg og kannski detti nú einhverjum í hug að íslenski fiskurinn sé betri en annar fiskur í veröldinni. Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Íslendingar geta, þora og vilja, segir Sigríður Snævarr, sendiherra í París, og vonast til að innan tíðar verði þessi staðreynd öllum Frökkum ljós. Þar bindur hún vonir við árangur af umfangsmestu kynningu á Íslandi til þessa, þriggja mánaða vísinda- og menningarhátíð sem hefst í París í lok mánaðarins. Rúmlega tuttugu og tveggja tonna þúsund ára gamall ísjaki úr Jökulsárlóni hefur nú hafið ferð sína til Parísar þar sem hann verður sýndur í tengslum við hátíðahöldin. Hann var hífður upp í dag, fer í skip í kvöld. Siglt verður með hann til Rotterdam og farið svo með hann í bíl til Parísar þangað sem hann á að vera kominn 27. september þegar hátíðin stóra hefst. Sigríður Snævarr, sendiherra Íslands í Frakklandi, segir að hugmyndin sé að setja klakann fyrir framan safnið, sem heitir höll uppgötvananna á íslensku. Hún segir það enga smá upplifun fyrir Parísarbarn að fá að snerta jökul og líklega sé Ísland eina landið sem geti sent jökul til heimsborgarinnar, þar sem allt er til, en enginn ísjaki! Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, segir það ekki hafa gengið þrautalaust fyrir sig að velja jakann, sem til að mynda hafi orðið að rúmast í frystigámi svo eitthvað yrði eftir þegar áfangastað yrði náð. Hann segir að fyrsti ísjakinn hafi verið of lítill, en svo hafi tekist að draga einn mátulegan að landi að lokum, sem þó þurfti að ganga í með keðjusögum og loftpressu, til að rúnna hann til. Það er metnaðarfull dagskrá framundan í París, og vonast aðstandendur til að allt spili þetta saman til að auka hróður landsins í sem víðtækasta skilningi. Sveinn Einarsson, verkefnisstjóri segir að vonir standi til að þetta hafi áhrif á ferðamannastraum til Íslands, enda verði verkefnið kynnt um alla Parísarborg og kannski detti nú einhverjum í hug að íslenski fiskurinn sé betri en annar fiskur í veröldinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira