Innlent

Verkfall yfirvofandi

Mikið ber enn i milli í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga, en deilendur funduðu í átta klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær. Enn er aðeins verið að ræða málin vítt og breitt og frágangsvinna við einstök atriði er ekki komin í fullan gang. Nú er aðeins vika þar til boðað verkfall kennara hefst, ef ekki næst samkomulag fyrir þann tíma. Þeir sem til þekkja telja nú vaxandi líkur á verkfalli. Nýr sáttafundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×