Kristján formaður SGS 14. október 2004 00:01 Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, var kjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands á ársfundi sambandsins í gær. Signý Jóhannesdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, bauð sig fram gegn honum, en meirihluti uppstillingarnefndar lagði til að Kristján yrði formaður. Kristján hlaut 489 atkvæði, eða rúm 64 prósent atkvæða en Signý 269 atkvæði, eða rúm 35 prósent. Þrjátíu verkalýðsfélög eru innan vébanda Starfsgreinasambandsins með um 40.000 félagsmenn. Björn Snæbjörnsson, formaður Iðju á Akureyri, var kjörinn varaformaður Sambandsins. Signý Jóhannesdóttir bauð sig einnig fram til varaformanns en hlaut rúm 32 prósent atkvæða gegn rúmum 67 prósentum Björns. Kristján segist ekki hafa verið feiminn við að takast á um formannsembættið og að hann væri sáttur við niðurstöðuna. Hann óttast ekki að Starfsgreinasambandið klofni í kjölfarið, en Kristján var í forystusveit Flóabandalagsins sem klauf sig frá félögum á landsbyggðinni í síðustu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins. "Þvert á móti held ég að sambandið hafi verið að styrkjast. Menn gengu sameinaðir til samninga við ríkið. Auðvitað liggur styrkurinn hjá stóru félögunum og það verður að virða það en jafnframt verður að virða litlu félögin úti á landi." Kristján segist ætla að standa vörð um kaup og kjör félagsmanna sinna. "Verðlagsforsendum kjarasamninga er ógnað og tilverurétti verkalýðshreyfingarinnar hefur verið ógnað í Sólbaksdeilunni á Akureyri. Þetta eru næstu verkefni sem þarf að takast á við. Það verður að brjóta á bak aftur þau lögbrot sem hafa viðgengist fyrir norðan." Signý Jóhannesdóttir beið lægri hlut í kosningum til formanns og varaformanns. Hún segir að það sé gott fyrir sambandið af hafa kjörna forystu. Meðal annars þess vegna hafi hún boðið sig fram. Hún segist eiga nægan tíma til áframhaldandi starfa innan sambandsins. "Það eru enn 25 ár í það að ég nái þeim aldri sem Halldór Björnsson var á þegar hann var kjörinn formaður sambandsins og þó ég eigi þrjátíu ár að baki í störfum fyrir verkalýðshreyfinguna þá hef ég engar áhyggjur af því að mér fari að leiðast þar á næstunni." Hún telur að það hefði verið betri kostur fyrir hreyfinguna ef karl og konu hefði verið falið að stýra henni í sameiningu. ,,Ef við lítum í kringum okkur á ársfundinum þá sjáum við að kynjahlutfallið endurspeglar ekki hreyfinguna. Konur eru miklu færri en karlar." Fréttir Innlent Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, var kjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands á ársfundi sambandsins í gær. Signý Jóhannesdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, bauð sig fram gegn honum, en meirihluti uppstillingarnefndar lagði til að Kristján yrði formaður. Kristján hlaut 489 atkvæði, eða rúm 64 prósent atkvæða en Signý 269 atkvæði, eða rúm 35 prósent. Þrjátíu verkalýðsfélög eru innan vébanda Starfsgreinasambandsins með um 40.000 félagsmenn. Björn Snæbjörnsson, formaður Iðju á Akureyri, var kjörinn varaformaður Sambandsins. Signý Jóhannesdóttir bauð sig einnig fram til varaformanns en hlaut rúm 32 prósent atkvæða gegn rúmum 67 prósentum Björns. Kristján segist ekki hafa verið feiminn við að takast á um formannsembættið og að hann væri sáttur við niðurstöðuna. Hann óttast ekki að Starfsgreinasambandið klofni í kjölfarið, en Kristján var í forystusveit Flóabandalagsins sem klauf sig frá félögum á landsbyggðinni í síðustu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins. "Þvert á móti held ég að sambandið hafi verið að styrkjast. Menn gengu sameinaðir til samninga við ríkið. Auðvitað liggur styrkurinn hjá stóru félögunum og það verður að virða það en jafnframt verður að virða litlu félögin úti á landi." Kristján segist ætla að standa vörð um kaup og kjör félagsmanna sinna. "Verðlagsforsendum kjarasamninga er ógnað og tilverurétti verkalýðshreyfingarinnar hefur verið ógnað í Sólbaksdeilunni á Akureyri. Þetta eru næstu verkefni sem þarf að takast á við. Það verður að brjóta á bak aftur þau lögbrot sem hafa viðgengist fyrir norðan." Signý Jóhannesdóttir beið lægri hlut í kosningum til formanns og varaformanns. Hún segir að það sé gott fyrir sambandið af hafa kjörna forystu. Meðal annars þess vegna hafi hún boðið sig fram. Hún segist eiga nægan tíma til áframhaldandi starfa innan sambandsins. "Það eru enn 25 ár í það að ég nái þeim aldri sem Halldór Björnsson var á þegar hann var kjörinn formaður sambandsins og þó ég eigi þrjátíu ár að baki í störfum fyrir verkalýðshreyfinguna þá hef ég engar áhyggjur af því að mér fari að leiðast þar á næstunni." Hún telur að það hefði verið betri kostur fyrir hreyfinguna ef karl og konu hefði verið falið að stýra henni í sameiningu. ,,Ef við lítum í kringum okkur á ársfundinum þá sjáum við að kynjahlutfallið endurspeglar ekki hreyfinguna. Konur eru miklu færri en karlar."
Fréttir Innlent Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira