Stjórnin brýtur stjórnarskrána 12. júlí 2004 00:01 Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ríkisstjórnin brjóti stjórnarskrána með þeim vinnubrögðum sem hún viðhafi í fjölmiðlamálinu. Hann segir mismunandi álit löglærðra manna skýrast af því að sumir þeirra séu í vinnu hjá stjórnvöldum við að réttlæta málstað þeirra. Formaður Samfylkingarinnar segir að eftir fundi allsherjarnefndar sé ljóst að ekki standi steinn yfir steini í vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Allsherjarnefnd kom saman klukkan 9 í morgun og hélt áfram að fara yfir fjölmiðlafrumvarpið. Morgunverk nefndarinnar fólust í því að hitta fjóra löglærða menn til að ræða við þá um fjölmiðlafrumvarpið hið síðara. Þeir voru að sjálfsögðu ekki á sama máli um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segist líta svo á að Alþingi megi fella úr gildi og breyta lögunum sem sett voru í vor. Hann segir enga skerðingu á þeirrri heimild sé að finna í stjórnarskránni. Ástráður Haraldssson hæstarréttarlögmaður segir að ef menn ætli að fella lögin úr gildi sé ekki unnt að hafa gildisfellinguna og setningu nýrra efnisatriða um fjölmiðla í sama lagafrumvarpinu. Sigurður Líndal lagaprófessor segir sína niðurstöðu vera þá að sú aðferð sem nú sé viðhöfð standist ekki samkvæmt stjórnarskrá. Hann kallar hana „stjórnarskrársniðgöngu“ og segir það fela í sér lögbrot líkt og þegar talað er um „skattasniðgöngu“. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir þessa hugtakanotkun Sigurðar sýna svolítið kjarna vandans; ekki sé um að ræða skýrt brot heldur sniðgöngu og menn séu að reyna að fóta sig í þessu. Bjarni segir að þrátt fyrir allt sé gagnlegt að heyra hin ólíku sjónarmið hinna löglærðu manna en hann telur of snemmt að segja til um hvort frumvarpið taki breytingum í meðförum nefndarinnar. Jón Steinar segir lögfræðina vera komna á flot um svör við ýmsum álitamálum í þjóðfélaginu. Þetta sé vandamál sem þurfi að ræða ítarlega á næstunni. Sigurður Líndal telur sig hafa skýringu á því hvers vegna löglærðir menn hafi svo mismunandi skoðanir á vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu. Spyrja þurfi: „Er lögfræðingurinn í þjónustu þess aðila sem vill fá umsögnina?“ Sigurður segir lögfræðinga geta verið í þjónustu ríkis, fyrirtækis, einstaklings eða sveitarfélags og ef þeir séu að taka afstöðu til mála sem snerta þessa aðila þá hafi þeir „stöðu málflutningsmannsins“. Það sé ekki vegna þess að þeir séu „endilega lélegir lögfræðingar eða óheiðarlegir heldur er það þeirra hlutverk að gera málstað umbjóðanda síns eins góðan og efni standa til, leita að rökum honum til fulltingis,“ segir Sigurður. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir skýran mun á þeim sem mæla gegn vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og þeim sem styðja vinnubrögðin. Þeir sem séu hlutlausir, þeir sem séu fræðimenn, eru sammála að sögn Össurar og nefnir Sigurð Líndal og Eirík Tómasson lagapófessor sem dæmi. Hann segir þá telja málsferðina ótvírætt vera brot á stjórnarskránni. Össuri sýnist, eftir þessa yfirferð, varla standa steinn yfir steini hjá ríkisstjórninni í málinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ríkisstjórnin brjóti stjórnarskrána með þeim vinnubrögðum sem hún viðhafi í fjölmiðlamálinu. Hann segir mismunandi álit löglærðra manna skýrast af því að sumir þeirra séu í vinnu hjá stjórnvöldum við að réttlæta málstað þeirra. Formaður Samfylkingarinnar segir að eftir fundi allsherjarnefndar sé ljóst að ekki standi steinn yfir steini í vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Allsherjarnefnd kom saman klukkan 9 í morgun og hélt áfram að fara yfir fjölmiðlafrumvarpið. Morgunverk nefndarinnar fólust í því að hitta fjóra löglærða menn til að ræða við þá um fjölmiðlafrumvarpið hið síðara. Þeir voru að sjálfsögðu ekki á sama máli um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segist líta svo á að Alþingi megi fella úr gildi og breyta lögunum sem sett voru í vor. Hann segir enga skerðingu á þeirrri heimild sé að finna í stjórnarskránni. Ástráður Haraldssson hæstarréttarlögmaður segir að ef menn ætli að fella lögin úr gildi sé ekki unnt að hafa gildisfellinguna og setningu nýrra efnisatriða um fjölmiðla í sama lagafrumvarpinu. Sigurður Líndal lagaprófessor segir sína niðurstöðu vera þá að sú aðferð sem nú sé viðhöfð standist ekki samkvæmt stjórnarskrá. Hann kallar hana „stjórnarskrársniðgöngu“ og segir það fela í sér lögbrot líkt og þegar talað er um „skattasniðgöngu“. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir þessa hugtakanotkun Sigurðar sýna svolítið kjarna vandans; ekki sé um að ræða skýrt brot heldur sniðgöngu og menn séu að reyna að fóta sig í þessu. Bjarni segir að þrátt fyrir allt sé gagnlegt að heyra hin ólíku sjónarmið hinna löglærðu manna en hann telur of snemmt að segja til um hvort frumvarpið taki breytingum í meðförum nefndarinnar. Jón Steinar segir lögfræðina vera komna á flot um svör við ýmsum álitamálum í þjóðfélaginu. Þetta sé vandamál sem þurfi að ræða ítarlega á næstunni. Sigurður Líndal telur sig hafa skýringu á því hvers vegna löglærðir menn hafi svo mismunandi skoðanir á vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu. Spyrja þurfi: „Er lögfræðingurinn í þjónustu þess aðila sem vill fá umsögnina?“ Sigurður segir lögfræðinga geta verið í þjónustu ríkis, fyrirtækis, einstaklings eða sveitarfélags og ef þeir séu að taka afstöðu til mála sem snerta þessa aðila þá hafi þeir „stöðu málflutningsmannsins“. Það sé ekki vegna þess að þeir séu „endilega lélegir lögfræðingar eða óheiðarlegir heldur er það þeirra hlutverk að gera málstað umbjóðanda síns eins góðan og efni standa til, leita að rökum honum til fulltingis,“ segir Sigurður. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir skýran mun á þeim sem mæla gegn vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og þeim sem styðja vinnubrögðin. Þeir sem séu hlutlausir, þeir sem séu fræðimenn, eru sammála að sögn Össurar og nefnir Sigurð Líndal og Eirík Tómasson lagapófessor sem dæmi. Hann segir þá telja málsferðina ótvírætt vera brot á stjórnarskránni. Össuri sýnist, eftir þessa yfirferð, varla standa steinn yfir steini hjá ríkisstjórninni í málinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira